Innlent

Rafgeymir og rúðuþurrkur í pakkanum

Hovedbanen í Kaupmannahöfn
Hovedbanen í Kaupmannahöfn
Pakkinn sem lögreglan í Kaupmannahöfn er búin að vera rannsaka frá því á hádegi í dag, og grunur lék á að væri sprengja, reyndist innihalda rafgeymi og rúðuþurrkublöð. Pakkinn var um borð í lest sem var á leið til Svíþjóðar.

Lögreglan lýsir enn eftir konu og karli sem fóru fóru saman inn í lestina á Hovedbanen, aðaljárnbrautastöð borgarinnar. Maður sem tilkynnti lögreglunni um pakkann sagðist hafa heyrt konuna segja við manninn: „Er rétt gengið frá pakkanum?" áður en þau fóru frá borði og áður en lestin fór af stað.

Lestarsamgöngur í Kaupmannahöfn eru nú komnar í eðlilegt horf, en þær lágu niðri um tíma. Málið er enn í rannsókn hjá lögreglu.

Þetta er í annað skiptið sem á tveimur dögum sem grunur leikur á að sprengja sé á opnu svæði. Í gær var Strikið rýmt eftir að ferðataska fannst fyrir utan héraðsdóm. Við nánari skoðun reyndist taskan vera tóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×