Innlent

Tileinkaði lagið minningu ömmu sinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðrún Ólafsdóttir, sem er nemandi í 10. bekk í Réttarholtsskóla, samdi lag á dögunum við ljóð Stefáns frá Hvítadal, Mín bernsku jól. Hún flutti lagið sjálf ásamt hljómsveit sinni, White Signal og Graduelakór Langholtskirkju.

„Í skólanum hefur verið rosalega mikið íslenskuátak hjá okkur og ég rakst á þetta ljóð frá Stefáni á Hvítadal. Mér fannst alveg ótrúlegt hvað ég upplifi jólin nákvæmlega eins og hann lýsir í ljóðinu," segir Guðrún. Unglingarnir í White Signal ákváðu síðan að senda lagið í Jólalagakeppni Rásar 2.

Ég samdi lag við þennan texta og við krakkarnir áhváðum svona eiginlega á síðustu stundu að taka lagið upp og gera við það myndband og vorum svo ferlega heppin að fá Stelpur í Graduale kór langholtskirkju til að taka þátt í þessu með okkur. SVo í millitíðinni rakst ég á eldgamlar (50 ára) kvikmyndir úr fjölskyldunni og mér fannst þær passa svo rosalega vel inn í vídeóið þar sem að ég er að tileinka lagið minningu ömmu minnar og hún sést þarna þegar hún er unglingur. Amma hennar dó þegar hún var þriggja ára.

Guðrún er búin að vera að semja tónlist í um tvö ár. Hún segist hafa fengið góð viðbrögð við myndbandinu. „Rosalega góð viðbrögð, þetta er komið í úrslit núna. Og þetta er búið að vera rosalega gaman. Ótrúlega skemmtilegt að vinna með kórnum og gaman að taka þetta upp með þeim núna. Þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt ævintýri," segir Guðrún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×