Segir golfklúbba ekki skilja tækifæri í hóteli 19. mars 2012 06:30 Golfhótel á Minni-Borg Forsvarsmaður segir hótel og nýjan golfvöll munu styrkja tekjur íbúa í Grímsnesi og einnig beina viðskiptum á þá stóru golfvelli sem fyrir eru í nágrenninu.Mynd/Ásgeir Ágeirsson - Teiknistofan Tark „Ég tel að það sé ákveðinn misskilningur í gangi hjá golfklúbbunum sem eru að kæra og að með nýju hóteli fylgi verulegt tækifæri fyrir golfklúbbana sem fyrir eru á svæðinu,“ segir Hallur Magnússon, hjá félaginu Sextíu plús ehf., sem áformar að reisa hundrað herbergja hótel við fyrirhugaðan golfvöll á Minni-Borg í Grímsnesi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær kærðu golfklúbbarnir í Kiðjabergi og Öndverðarnesi Grímsness- og Grafningshrepp til innanríkisráðuneytisins vegna ákvörðunar sveitarfélagsins um að byggja golfvöllinn á Minni-Borg. Sveitarfélagið keypti landið eftir að félag sem var að byggja völlinn fór á hausinn í miðjum klíðum. Jafnframt hefur Grímsness- og Grafningshreppur skrifað undir viljayfirlýsingu við Sextíu plús um að félagið fái lóð undir hótel við golfvöllinn. Stefna sveitarfélagsins er síðan sögð sú að selja eða leigja völlinn sjálfan en ekkert liggur enn fyrir um þann þátt. Formaður Golfklúbbs Kiðjabergs segir ljóst að sveitarfélagið komi að rekstrinum um ókomna tíð. Hallur segir það „stórkostlegt tækifæri“ að geta byggt áttatíu herbergja hótel við nýjan golfvöll sem uppfylli svokallaða PGA staðla. Hótelið muni einnig styðja vel við rekstur golfvallanna að Kiðjabergi og Öndverðarnesi. „Að sjálfsögðu verður markaðssetning hótelsins meðal erlendra golfáhugamanna ekki bundin við nýja golfvöllinn, heldur áhersla lögð á svæðið sem golfparadís þar sem tækifæri er til að leika á þremur mismunandi golfvöllum í seilingarfjarlægð við hótelið,“ segir Hallur. Að sögn Halls munu þrír golfvellir ásamt nálægðinni við náttúru- og söguperlur Suðurlands gera glæsilegt hótel að Minni-Borg að spennandi valkosti fyrir efnaða, erlenda golfáhugamenn. „Þótt það ríki nú ákveðin tortryggni meðal golfklúbba sem fyrir eru á svæðinu þá vonumst við sem að hótelinu koma eftir góðri samvinnu um heildstæða markaðssetningu á golfparadísinni í Grímsnesi þar sem allir golfvellirnir muni njóta góðs af auk þess sem uppbyggingin mun styrkja verulega atvinnu og tekjur íbúa í sveitarfélaginu,“ segir Hallur. Þess má geta að Hallur og fjárfestar með honum undirbúa nú einnig byggingu hótels steinsnar frá golfvellinum í Vestmannaeyjum. Þar liggur fyrir viljayfirlýsing við Vestmannaeyjabæ. „Fjárfestar og rekstraraðilar eru afar áhugasamir um þessi tvö spennandi verkefni,” segir Hallur Magnússon. gar@frettabladid.is Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
„Ég tel að það sé ákveðinn misskilningur í gangi hjá golfklúbbunum sem eru að kæra og að með nýju hóteli fylgi verulegt tækifæri fyrir golfklúbbana sem fyrir eru á svæðinu,“ segir Hallur Magnússon, hjá félaginu Sextíu plús ehf., sem áformar að reisa hundrað herbergja hótel við fyrirhugaðan golfvöll á Minni-Borg í Grímsnesi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær kærðu golfklúbbarnir í Kiðjabergi og Öndverðarnesi Grímsness- og Grafningshrepp til innanríkisráðuneytisins vegna ákvörðunar sveitarfélagsins um að byggja golfvöllinn á Minni-Borg. Sveitarfélagið keypti landið eftir að félag sem var að byggja völlinn fór á hausinn í miðjum klíðum. Jafnframt hefur Grímsness- og Grafningshreppur skrifað undir viljayfirlýsingu við Sextíu plús um að félagið fái lóð undir hótel við golfvöllinn. Stefna sveitarfélagsins er síðan sögð sú að selja eða leigja völlinn sjálfan en ekkert liggur enn fyrir um þann þátt. Formaður Golfklúbbs Kiðjabergs segir ljóst að sveitarfélagið komi að rekstrinum um ókomna tíð. Hallur segir það „stórkostlegt tækifæri“ að geta byggt áttatíu herbergja hótel við nýjan golfvöll sem uppfylli svokallaða PGA staðla. Hótelið muni einnig styðja vel við rekstur golfvallanna að Kiðjabergi og Öndverðarnesi. „Að sjálfsögðu verður markaðssetning hótelsins meðal erlendra golfáhugamanna ekki bundin við nýja golfvöllinn, heldur áhersla lögð á svæðið sem golfparadís þar sem tækifæri er til að leika á þremur mismunandi golfvöllum í seilingarfjarlægð við hótelið,“ segir Hallur. Að sögn Halls munu þrír golfvellir ásamt nálægðinni við náttúru- og söguperlur Suðurlands gera glæsilegt hótel að Minni-Borg að spennandi valkosti fyrir efnaða, erlenda golfáhugamenn. „Þótt það ríki nú ákveðin tortryggni meðal golfklúbba sem fyrir eru á svæðinu þá vonumst við sem að hótelinu koma eftir góðri samvinnu um heildstæða markaðssetningu á golfparadísinni í Grímsnesi þar sem allir golfvellirnir muni njóta góðs af auk þess sem uppbyggingin mun styrkja verulega atvinnu og tekjur íbúa í sveitarfélaginu,“ segir Hallur. Þess má geta að Hallur og fjárfestar með honum undirbúa nú einnig byggingu hótels steinsnar frá golfvellinum í Vestmannaeyjum. Þar liggur fyrir viljayfirlýsing við Vestmannaeyjabæ. „Fjárfestar og rekstraraðilar eru afar áhugasamir um þessi tvö spennandi verkefni,” segir Hallur Magnússon. gar@frettabladid.is
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira