Fjögur hundruð prósent aukning hjá björgunarsveitum 19. mars 2012 18:30 Björgunarsveitir á landinu öllu fóru að meðaltali í fjögur útköll á dag í janúarmánuði. Þetta er um fjögurhundruð prósenta aukning frá fyrra ári. Björgunarsveitarmenn unnu sannkallað þrekvirki þegar þeir björguðu tveimur Belgum af Vatnajökli um helgina. „Ég held að það séu komnir fimm eða sex hópar sem við höfum sótt frá áramótum, ég held að við höfum sótt alla hopa nema einn sem hafa farið þarna, af erlendum ferðamönnum, sjálfstætt," segir Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Landsbjörgu. Gríðarleg aukning hefur orðið á fjölda útkalla í vetur um landið allt. Björgunarsveitir fóru í 99 útköll í desembermánuði. Útköllin voru 43 í desember árið 2010 og er þetta því ríflega hundrað prósenta aukning. Fjöldinn var enn meiri í janúar. Þá fjölgaði útköllum milli ára úr 28 í janúar 2011, í 132, sem gera að jafnaði um fjögur útköll á dag. „það er auðvitað margt sem spilar inn í, við höfum verið með ansi umhleypingasama tíð í vetur, það er búið að vera leiðindaveður oft," segir Jónas. Markaðsátakið Ísland allt árið hófst í haust en því er meðal annars ætla að fjölga ferðamönnum sem koma í vetrarferðir til Íslands. „Hversu stór hluti það er, það get ég náttúrulega ekki svarað til um frekar en aðrir, en klárlega erum við að merkja aukinn áhuga á vetrarferðalögum á íslandi, hvort sem það er á Vatnajökli, á hálendinu eða á vegum landsins." Jónas telur upplýsingagjöf til ferðamanna algjört lykilatriði, og vekur í því sambandi sérstaka athygli á slysavarnarvefnum Safetravel.is. Þar geta ferðamenn skilið eftir ferðaáætlun sína sem aðstoðar björgunarsveitarmenn til muna ef til leitar kemur. Það er einmitt það sem Belgarnir gerðu áður en þeir lögðu á jökulinn. „Ég held að þeir hafi undirbúið sig vel, þeir voru með góðan búnað, Hillebert tjöld, sem er nú talið eitt það besta í heimi . þannig að ég held að þarna hafi bara aðstæðurnar spilað inn. mikið frost og kuldi og vindur, og því fór sem fór," segir Jónas að lokum. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Björgunarsveitir á landinu öllu fóru að meðaltali í fjögur útköll á dag í janúarmánuði. Þetta er um fjögurhundruð prósenta aukning frá fyrra ári. Björgunarsveitarmenn unnu sannkallað þrekvirki þegar þeir björguðu tveimur Belgum af Vatnajökli um helgina. „Ég held að það séu komnir fimm eða sex hópar sem við höfum sótt frá áramótum, ég held að við höfum sótt alla hopa nema einn sem hafa farið þarna, af erlendum ferðamönnum, sjálfstætt," segir Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Landsbjörgu. Gríðarleg aukning hefur orðið á fjölda útkalla í vetur um landið allt. Björgunarsveitir fóru í 99 útköll í desembermánuði. Útköllin voru 43 í desember árið 2010 og er þetta því ríflega hundrað prósenta aukning. Fjöldinn var enn meiri í janúar. Þá fjölgaði útköllum milli ára úr 28 í janúar 2011, í 132, sem gera að jafnaði um fjögur útköll á dag. „það er auðvitað margt sem spilar inn í, við höfum verið með ansi umhleypingasama tíð í vetur, það er búið að vera leiðindaveður oft," segir Jónas. Markaðsátakið Ísland allt árið hófst í haust en því er meðal annars ætla að fjölga ferðamönnum sem koma í vetrarferðir til Íslands. „Hversu stór hluti það er, það get ég náttúrulega ekki svarað til um frekar en aðrir, en klárlega erum við að merkja aukinn áhuga á vetrarferðalögum á íslandi, hvort sem það er á Vatnajökli, á hálendinu eða á vegum landsins." Jónas telur upplýsingagjöf til ferðamanna algjört lykilatriði, og vekur í því sambandi sérstaka athygli á slysavarnarvefnum Safetravel.is. Þar geta ferðamenn skilið eftir ferðaáætlun sína sem aðstoðar björgunarsveitarmenn til muna ef til leitar kemur. Það er einmitt það sem Belgarnir gerðu áður en þeir lögðu á jökulinn. „Ég held að þeir hafi undirbúið sig vel, þeir voru með góðan búnað, Hillebert tjöld, sem er nú talið eitt það besta í heimi . þannig að ég held að þarna hafi bara aðstæðurnar spilað inn. mikið frost og kuldi og vindur, og því fór sem fór," segir Jónas að lokum.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira