Lífið

Hjaltalín keypti hulduauglýsingar

BBI skrifar
Í vikunni sem leið tilkynnti hljómsveitin Hjaltalín að hún hefði lagt lokahönd á nýja plötu sem væri væntanleg í verslanir innan tíðar. Fréttirnar komu aðdáendum sveitarinnar algerlega í opna skjöldu enda hafði hún ekki látið mikið á sér bera að undanförnu.

Áður en tilkynnt var að platan væri væntanleg höfðu hins vegar nokkurs konar hulduauglýsingar frá hljómsveitinni byrjað að birtast á ýmsum vefmiðlum landsins, s.s. Vísi.is, Pressunni og grín-síðunni Berglindfestival.

Þar gat að líta framhlið plötunnar, sem sjá má hér að ofan, án nokkurra útskýringa. Ef maður smellti á auglýsinguna var maður svo sendur inn á myndband á youtube þar sem stjörnufræðingurinn Carl Sagan útskýrir fjórðu víddina.

Á sama tíma var myndinni deilt á Facebook þar sem hún vakti athygli margra sem veltu fyrir sér fyrir hvað hún stæði.

„Þetta hefur verið gert nokkrum sinnum áður. Mér dettur kannski fyrst í hug hljómsveitin The XX sem fór um London og hengdi upp plaköt með X-um útum allt fyrir fyrstu plötuna sína," segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður hljómsveitarinnar. „En þetta hitti ágætlega í mark og fólk velti mikið fyrir sér fyrir hvað þessar myndir stæðu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.