Innlent

Fræðsluþing um viðbrögð við kynferðislegu ofbeldi gegn börnum

Myndin tengist fréttinni ekki beint
Myndin tengist fréttinni ekki beint
Á næstu tveimur vikum verða haldin sex fræðsluþing í jafnmörgum landshlutum þar sem fjallað verður um hlutverk grunnskóla í forvörnum og viðbrögð við kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum.

Landshlutaþingin eru hluti af vitundarvakningu í samræmi við sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gagnvart börnum.

Samkvæmt sáttmálanum skal beina fræðslu að börnum og að fólki sem á samskipti við börn í starfi sínu einkum í grunnskólum, barnavernd, félagsþjónustu og á sviði heilbrigðisþjónustu.

Nánar um fræðsluþingin hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×