Kemur á einkaþotu og bakar pitsu á Selfossi 17. mars 2012 09:30 Patrick Doyle, forstjóri Dominos í heiminum, verður viðstaddur opnun nýs staðar á Selfossi í dag. Hann mun taka til hendinni og baka eina pitsu. Nýr Dominos veitingastaður opnar á Selfossi í dag og í tilefni þess mun Patrick Doyle, forstjóri Dominos í heiminum, mæta á staðinn og baka eina flatböku. Doyle flýgur með einkaþotu til landsins til þess eins að vera viðstaddur opnunina. Doyle var í fyrra valinn Forstjóri ársins, eða CEO of The Year upp á enska vísu, af sjónvarpsstöðinni CNBC. Hann flýgur hingað til lands í dag til þess að vera viðstaddur opnun staðarins, klippa á borðann og baka í leiðinni eina pitsu handa heppnum viðskiptavini. Doyle þessi er þekktur fyrir létta lund og leikur forstjórinn til að mynda sjálfur í mörgum auglýsingum fyrirtækisins. Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Dominos á Íslandi, segir starfsfólk Dominos spennt fyrir að hitta Doyle en þetta er í fyrsta sinn sem forstjórinn heimsækir landið. „Hann ferðast mikið á milli landa en hefur ekki komið til Íslands áður og hafði því mikinn áhuga á að heimsækja landið. Við höfðum samband við hann og þar sem hann er á ferðalagi um Evrópu var auðvelt fyrir hann að koma við í leiðinni." Inntur eftir því hvort hann viti hvers konar pitsu Doyle muni baka svarar Birgir Örn neitandi. „Það kemur í ljós síðar í dag. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu mjög lengi og unnið sig upp frá grunni þannig ég held að honum verði hæg heimantökin," segir Birgir Örn að lokum. Sérstök opnunardagskrá verður á Dominos á Selfossi í dag á milli klukkan 12.30 og 14.30. sara@frettabladid.is Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
Nýr Dominos veitingastaður opnar á Selfossi í dag og í tilefni þess mun Patrick Doyle, forstjóri Dominos í heiminum, mæta á staðinn og baka eina flatböku. Doyle flýgur með einkaþotu til landsins til þess eins að vera viðstaddur opnunina. Doyle var í fyrra valinn Forstjóri ársins, eða CEO of The Year upp á enska vísu, af sjónvarpsstöðinni CNBC. Hann flýgur hingað til lands í dag til þess að vera viðstaddur opnun staðarins, klippa á borðann og baka í leiðinni eina pitsu handa heppnum viðskiptavini. Doyle þessi er þekktur fyrir létta lund og leikur forstjórinn til að mynda sjálfur í mörgum auglýsingum fyrirtækisins. Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Dominos á Íslandi, segir starfsfólk Dominos spennt fyrir að hitta Doyle en þetta er í fyrsta sinn sem forstjórinn heimsækir landið. „Hann ferðast mikið á milli landa en hefur ekki komið til Íslands áður og hafði því mikinn áhuga á að heimsækja landið. Við höfðum samband við hann og þar sem hann er á ferðalagi um Evrópu var auðvelt fyrir hann að koma við í leiðinni." Inntur eftir því hvort hann viti hvers konar pitsu Doyle muni baka svarar Birgir Örn neitandi. „Það kemur í ljós síðar í dag. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu mjög lengi og unnið sig upp frá grunni þannig ég held að honum verði hæg heimantökin," segir Birgir Örn að lokum. Sérstök opnunardagskrá verður á Dominos á Selfossi í dag á milli klukkan 12.30 og 14.30. sara@frettabladid.is
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira