Innlent

Átta stórmeistarar tefla í Landsbankanum

Hvorki meira né minna en átta stórmeistarar taka þátt í Friðriksmóti Landsbankans - Íslandsmótinu í hraðskák sem fram fer í dag í útibúi bankans í Austurstræti. Sjálfur Friðrik Ólafsson, er reyndar vant við látinn þar sem hann er tefla með úrvalsliði heldri borgara gegn skákkonum í Tékklandi en biður fyrir kærri kveðju til keppenda og gesta.

Hér er um að ræða bæði langsterkasta og fjölmennasta hraðskákmót ársins. Aðalskák hverrar umferðar verður varpað á risaskjá og veitingar eru á skákstað bæði fyrir keppendur og gesti. Stórmeistararnir átta eru þeir Jóhann Hjartarson (2592), Helgi Ólafsson (2547), Hannes Hlífar Stefánsson (2512), Henrik Danielsen (2507), Jón L. Árnason (2498), Stefán Kristjánsson (2486), Helgi Áss Grétarsson (2464) og, sjálfur Íslandsmeistarinn í skák, Þröstur Þórhallsson (2441). Sex alþjóðlegir meistarar taka þátt og þeirra á meðal landsliðsmaðurinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2516).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×