Sykurskatturinn gæti aukið neyslu á sælgæti BBI skrifar 16. desember 2012 18:25 Mynd/Stefán Karlsson Embætti Landlæknis gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp til breytinga á lögum um vörugjöld á matvælum, en með þeim á að hækka vörugjöld á sykur. Tillögurnar þykja ekki vel útfærðar í núverandi mynd, munu ekki hvetja til aukinnar hollustu og einhverjar líkur á að þær auki sælgætisát. Frumvarpið er liður í tekjuöflunaráformum ríkisstjórnarinnar sem komu fram í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Þar er áformað að hækka sykurskatt úr 60 í 210 krónur á kíló og er eitt helsta markmiðið að fá fólk til að borða hollari mat og sneiða hjá óhollustu. Landlæknisembættið segir ólíklegt að það markmið muni nást ef tillögurnar eru samþykktar óbreyttar. Sykurgjöldin munu leggjast jafnt á allar vörur sem innihalda sykur og vörugjöldin á hverja vöru miðast við hlutfall af viðbættum sykri. Þannig fer það eftir magni sykurs í vörunni hvort gjöld á hana hækka frá því sem áður var. Til dæmis munu vörugjöld á súkkulaði lækka ef magn sykurs í því er undir 48% en annars munu þau hækka. Landlæknisembættið segir að gjöld á gosdrykki muni hækka um 5 krónur á lítra, sem þykir lítið, og gjöld á súkkulaði lækka um 16 krónur á kíló. „Þetta eru þær vörutegundir sem vega hvað þyngst í sykurneyslu landsmanna," segir í umsögn embættisins. „Ekki er hægt að segja að sú leið sem valin hefur verið taki nægjanlega mið af manneldissjónarmiðum og mun því ekki hafa mikil áhrif til bættrar lýðheilsu. Hækka þyrfti vörugjöld á sykri talsvert meira en nú er gert til þess að það skili hækkun sem einhverju nemur á þessum vörum sem vega þyngst í sykurneyslu landsmanna." Landlæknisembættið bendir á að bein hækkun vörugjalda á gosdrykki og sælgæti væri árangursríkari leið til að draga úr sykurneyslu landsmanna.Hér má nálgast umsögn Landslæknisembættisins í heild sinni. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Embætti Landlæknis gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp til breytinga á lögum um vörugjöld á matvælum, en með þeim á að hækka vörugjöld á sykur. Tillögurnar þykja ekki vel útfærðar í núverandi mynd, munu ekki hvetja til aukinnar hollustu og einhverjar líkur á að þær auki sælgætisát. Frumvarpið er liður í tekjuöflunaráformum ríkisstjórnarinnar sem komu fram í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Þar er áformað að hækka sykurskatt úr 60 í 210 krónur á kíló og er eitt helsta markmiðið að fá fólk til að borða hollari mat og sneiða hjá óhollustu. Landlæknisembættið segir ólíklegt að það markmið muni nást ef tillögurnar eru samþykktar óbreyttar. Sykurgjöldin munu leggjast jafnt á allar vörur sem innihalda sykur og vörugjöldin á hverja vöru miðast við hlutfall af viðbættum sykri. Þannig fer það eftir magni sykurs í vörunni hvort gjöld á hana hækka frá því sem áður var. Til dæmis munu vörugjöld á súkkulaði lækka ef magn sykurs í því er undir 48% en annars munu þau hækka. Landlæknisembættið segir að gjöld á gosdrykki muni hækka um 5 krónur á lítra, sem þykir lítið, og gjöld á súkkulaði lækka um 16 krónur á kíló. „Þetta eru þær vörutegundir sem vega hvað þyngst í sykurneyslu landsmanna," segir í umsögn embættisins. „Ekki er hægt að segja að sú leið sem valin hefur verið taki nægjanlega mið af manneldissjónarmiðum og mun því ekki hafa mikil áhrif til bættrar lýðheilsu. Hækka þyrfti vörugjöld á sykri talsvert meira en nú er gert til þess að það skili hækkun sem einhverju nemur á þessum vörum sem vega þyngst í sykurneyslu landsmanna." Landlæknisembættið bendir á að bein hækkun vörugjalda á gosdrykki og sælgæti væri árangursríkari leið til að draga úr sykurneyslu landsmanna.Hér má nálgast umsögn Landslæknisembættisins í heild sinni.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira