Hrunið í framhaldssögu Einar Benediktsson skrifar 3. janúar 2012 06:00 Lykilatriði varðandi samskipti í fjármálaheiminum, ekki síst í London, var og er gagnkvæmt traust. Það höfðu íslensku bankarnir áunnið sér að verðleikum á löngum ferli samskipta við ólíkar aðstæður. En eftir einkavæðinguna hefst nýr kafli í sögu Landsbankans og Kaupþings í London sem verður þeim og íslensku þjóðarbúi dýrkeyptur. Svo sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis varð veruleg aukning í útlánum íslensku bankanna þriggja þegar lausafjárþurrð jókst á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Landsbankinn hafði stofnað til Icesave-innlánsreikninga og Kaupþing til Edge-reikninga sem buðu viðskiptavinum mjög hagstæð vaxtakjör. Edge-reikningarnir voru í breskri lögsögu dótturbanka Kaupþings. Svo gilti ekki um Icesave sem var í útibúum Landsbankans og því í íslenskri lögsögu og ábyrgð. Svo sem rannsóknarskýrslan tekur fram flæddu þessi Icesave-innlán úr útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi frá haustinu 2007 til Íslands. Í aðalbankanum í Reykjavík verður að ætla að það hafi verið til að mæta fjárþörf aðalviðskiptavinanna sem voru víst aðaleigandur bankans. En hollensk og bresk stjórnvöld grípa til þess ráðs að endurgreiða Icesave-innistæðueigundum þar sem íslenski tryggingarsjóðurinn var lítils megnugur. Gerð er krafa, svo sem eðlilegt var, um að íslensk stjórnvöld greiði höfuðstól bótanna að viðbættum vöxtum og krafan er nú í meðferð EFTA-dómstólsins. Þessir Icesave-reikningar geymdu sparnað einstaklinga og svokölluð heildsöluinnlán frá sjóðum bæja- og sveitarfélaga og eftirlaunaþega. Nú er sá sem þetta skrifar ekki sérfróður um bankalöggjöf, en sem eftirlaunaþegi hefur hann sterkar skoðanir á því hvernig varðveita og ávaxta beri það fé, sem hann hefur á langri starfsævi lagt á móti framlagi atvinnurekandans til farborða í ellinni. Það er ekki innan marka þess sem telst siðferðileg meðferð slíks fjár að leggja það í hendur fjárglæframanna. Eru ekki niðurstöður Fjármálaeftirlitsins og Sérstaks saksóknara síðan 2008 að leiða líkum að því að bankarnir, stjórnendur þeirra og eigendur, eigi að svara fyrir þá sök? Það þurfti að sjálfsögðu að hreinsa til og enginn átti von á öðru en hörðum dómum og upptöku eigna. En var eða er ekki einhver leið önnur en áralangar rannsóknir, ákærur og málsvarnir hundraða lögfræðinga til að ljúka þessu, þannig að fjölmiðlar velti ekki þjóðfélaginu árum saman upp úr fortíðinni? Ekki verður sagt nema síður sé, að þær miklu rannsóknir Sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlits sem hófust eftir bankahrunið, séu að skila þeim árangri sem vænst var. Jafnvel hinn sérlegi ráðgjafi Eva Joly hefur lýst vonbrigðum yfir hægaganginum hjá Sérstökum saksóknara. Að því kom sem fyrr hefði mátt vera, að formaður Lögmannafélags Íslands lýsti því yfir að fjölmiðlar sem refsivöndur dómsvaldsins séu ekki gott samspil. Bent er á að vegna fjölmiðlaumfjöllunar um einn sakborninginn hafi hann „ [...] nú þegar orðið fyrir dæmalausum áföllum og ágangi á mannorð sitt og allt persónulegt starf og líf, en þar hefur fjölmiðlaumfjöllun spilað stórt hlutverk. Á ákærða hefur þannig, og frá því að málið fyrst komst í hámæli haustið 2008, verið gefið út hreint veiðileyfi af hálfu fjölmiðla, sem farið hafa hamförum í umfjöllun um hann, persónu hans og störf og ekki síst fyrirfram sakfellingu á meintu broti hans [...]“. Að sjálfsögðu eiga þeir sem gerst hafa sekir um brot á lögum landsins að fá sinn dóm. En að þeir séu kjöldregnir árum saman í fjölmiðlum er lítt við hæfi í ríki góðs réttarfars og mannréttinda. Hefur lögfræðinámið ekki slagsíðu í fullmikilli áherslu á gamaldags refsirétti í stað lærdóms um hvernig fjármálalífið virkar í nútíma þjóðfélagi? Einhvern tíma var talað um júridíska refsigleði. Ekki er betra ef satt er, að þessi þjónusta kosti allt að 30.000 kr. á klukkustund. Nú eru víst á þriðja hundrað einstaklingar með réttarstöðu sakbornings og enn aðrir vitni í sambandi við hrunið og svo er að skilja að enn séu margir tugir mála í undirbúningi hjá Sérstökum saksóknara. Þetta ferli hefur þegar tekið þrjú ár en hamingja má þá vita hvað er framundan í tíma og æsifréttum. Má nærri geta að allur þessi fjöldi fólks, þegar með eru talin makar og börn, vinir og venslamenn, eigi sér fáa gleðidaga. Fyrir utan þann skara lögmanna sem hafa atvinnu af þessum uppgripum hljóta fleiri en sá sem þetta ritar að vera búnir að fá nóg af dómsmálum í fjölmiðlum. Er Kastljós réttur vettvangur fyrir saksóknara? Þjóðin fær þessar fréttir svo stöðugt í sjónvarpi og útvarpi að hún er orðin eins konar stofufangi þessarar réttarfarslegu furðusögu. Og bikarinn var fullur þegar síðasti kaflinn var birtur þreyttum og leiðum áheyrendum á jóladag sem fyrsta fregn RÚV í hádeginu og sjónvarpi um kvöldið. Frásagnir af boðskap biskups, kirkjunnar manna og páfans máttu víkja fyrir gagnkvæmum ásökunum FME og Kauphallarinnar um vanrækslu í starfi árið 2008. Skelfing eru þessar blessaðar fréttastofur annars sérkennilega mannaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Lykilatriði varðandi samskipti í fjármálaheiminum, ekki síst í London, var og er gagnkvæmt traust. Það höfðu íslensku bankarnir áunnið sér að verðleikum á löngum ferli samskipta við ólíkar aðstæður. En eftir einkavæðinguna hefst nýr kafli í sögu Landsbankans og Kaupþings í London sem verður þeim og íslensku þjóðarbúi dýrkeyptur. Svo sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis varð veruleg aukning í útlánum íslensku bankanna þriggja þegar lausafjárþurrð jókst á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Landsbankinn hafði stofnað til Icesave-innlánsreikninga og Kaupþing til Edge-reikninga sem buðu viðskiptavinum mjög hagstæð vaxtakjör. Edge-reikningarnir voru í breskri lögsögu dótturbanka Kaupþings. Svo gilti ekki um Icesave sem var í útibúum Landsbankans og því í íslenskri lögsögu og ábyrgð. Svo sem rannsóknarskýrslan tekur fram flæddu þessi Icesave-innlán úr útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi frá haustinu 2007 til Íslands. Í aðalbankanum í Reykjavík verður að ætla að það hafi verið til að mæta fjárþörf aðalviðskiptavinanna sem voru víst aðaleigandur bankans. En hollensk og bresk stjórnvöld grípa til þess ráðs að endurgreiða Icesave-innistæðueigundum þar sem íslenski tryggingarsjóðurinn var lítils megnugur. Gerð er krafa, svo sem eðlilegt var, um að íslensk stjórnvöld greiði höfuðstól bótanna að viðbættum vöxtum og krafan er nú í meðferð EFTA-dómstólsins. Þessir Icesave-reikningar geymdu sparnað einstaklinga og svokölluð heildsöluinnlán frá sjóðum bæja- og sveitarfélaga og eftirlaunaþega. Nú er sá sem þetta skrifar ekki sérfróður um bankalöggjöf, en sem eftirlaunaþegi hefur hann sterkar skoðanir á því hvernig varðveita og ávaxta beri það fé, sem hann hefur á langri starfsævi lagt á móti framlagi atvinnurekandans til farborða í ellinni. Það er ekki innan marka þess sem telst siðferðileg meðferð slíks fjár að leggja það í hendur fjárglæframanna. Eru ekki niðurstöður Fjármálaeftirlitsins og Sérstaks saksóknara síðan 2008 að leiða líkum að því að bankarnir, stjórnendur þeirra og eigendur, eigi að svara fyrir þá sök? Það þurfti að sjálfsögðu að hreinsa til og enginn átti von á öðru en hörðum dómum og upptöku eigna. En var eða er ekki einhver leið önnur en áralangar rannsóknir, ákærur og málsvarnir hundraða lögfræðinga til að ljúka þessu, þannig að fjölmiðlar velti ekki þjóðfélaginu árum saman upp úr fortíðinni? Ekki verður sagt nema síður sé, að þær miklu rannsóknir Sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlits sem hófust eftir bankahrunið, séu að skila þeim árangri sem vænst var. Jafnvel hinn sérlegi ráðgjafi Eva Joly hefur lýst vonbrigðum yfir hægaganginum hjá Sérstökum saksóknara. Að því kom sem fyrr hefði mátt vera, að formaður Lögmannafélags Íslands lýsti því yfir að fjölmiðlar sem refsivöndur dómsvaldsins séu ekki gott samspil. Bent er á að vegna fjölmiðlaumfjöllunar um einn sakborninginn hafi hann „ [...] nú þegar orðið fyrir dæmalausum áföllum og ágangi á mannorð sitt og allt persónulegt starf og líf, en þar hefur fjölmiðlaumfjöllun spilað stórt hlutverk. Á ákærða hefur þannig, og frá því að málið fyrst komst í hámæli haustið 2008, verið gefið út hreint veiðileyfi af hálfu fjölmiðla, sem farið hafa hamförum í umfjöllun um hann, persónu hans og störf og ekki síst fyrirfram sakfellingu á meintu broti hans [...]“. Að sjálfsögðu eiga þeir sem gerst hafa sekir um brot á lögum landsins að fá sinn dóm. En að þeir séu kjöldregnir árum saman í fjölmiðlum er lítt við hæfi í ríki góðs réttarfars og mannréttinda. Hefur lögfræðinámið ekki slagsíðu í fullmikilli áherslu á gamaldags refsirétti í stað lærdóms um hvernig fjármálalífið virkar í nútíma þjóðfélagi? Einhvern tíma var talað um júridíska refsigleði. Ekki er betra ef satt er, að þessi þjónusta kosti allt að 30.000 kr. á klukkustund. Nú eru víst á þriðja hundrað einstaklingar með réttarstöðu sakbornings og enn aðrir vitni í sambandi við hrunið og svo er að skilja að enn séu margir tugir mála í undirbúningi hjá Sérstökum saksóknara. Þetta ferli hefur þegar tekið þrjú ár en hamingja má þá vita hvað er framundan í tíma og æsifréttum. Má nærri geta að allur þessi fjöldi fólks, þegar með eru talin makar og börn, vinir og venslamenn, eigi sér fáa gleðidaga. Fyrir utan þann skara lögmanna sem hafa atvinnu af þessum uppgripum hljóta fleiri en sá sem þetta ritar að vera búnir að fá nóg af dómsmálum í fjölmiðlum. Er Kastljós réttur vettvangur fyrir saksóknara? Þjóðin fær þessar fréttir svo stöðugt í sjónvarpi og útvarpi að hún er orðin eins konar stofufangi þessarar réttarfarslegu furðusögu. Og bikarinn var fullur þegar síðasti kaflinn var birtur þreyttum og leiðum áheyrendum á jóladag sem fyrsta fregn RÚV í hádeginu og sjónvarpi um kvöldið. Frásagnir af boðskap biskups, kirkjunnar manna og páfans máttu víkja fyrir gagnkvæmum ásökunum FME og Kauphallarinnar um vanrækslu í starfi árið 2008. Skelfing eru þessar blessaðar fréttastofur annars sérkennilega mannaðar.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun