Týndur á Paddington Róbert Marshall skrifar 11. maí 2012 06:00 Á fyrsta áratug ævi minnar hvarf pabbi hægt og örugglega inn í myrkur sjúkdóms sem tætti hann í sig þar til ekkert var eftir. Alkóhólisminn át í sig kímnigáfuna, stríðnisblikið í auganu, góðsemdina og hlýjuna sem stafaði af þessum ljúfa manni sem las fyrir mig söguna um bangsann sem týndist á Paddington-lestarstöðinni. Ég man hvernig var að hvíla höfuðið á brjósti hans sem reis og hneig og finna hrjúfa skeggbroddana strjúkast við ennið. Svo man ég skrímslið sem birtist þegar hann drakk; samanherpta reiðiröddina, krepptan hnefa og ótta í lofti. Það er furðulegt hverju börn geta vanist. Sjö ára sagði ég mömmu að ég vonaði að pabbi yrði ekki fullur um jólin. Þegar ég ákvað sjálfur að hætta að drekka áfengi fyrir nokkrum árum var það að stærstum hluta vegna þess að ég hafði séð og upplifað hversu stjórnlaus drykkjusjúklingur er yfir eigin lífi. Þó það hafi komið flestum á óvart í kringum mig þá fann ég fyrir föðurarfinum. Eftir nokkurra mánaða edrúmennsku og ráðgjöf hjá SÁÁ skráði ég mig í göngudeildarmeðferð hjá samtökunum og lærði upp á nýtt að lifa án áfengis. Mín stóra eftirsjá er að hafa ekki gert það fyrr. Það átti aldrei við mig að drekka. Ég gerði það vegna þess að samfélag okkar gerir ráð fyrir því. Það er ógæfa okkar Íslendinga. En það er líka ótrúleg gæfa að eiga svo öflugan bakhjarl í okkar samfélagi sem SÁÁ er. Lífsgæði mín og þúsunda annarra hafa stóraukist fyrir tilverknað þeirra. Því miður var SÁÁ á frumstigi þegar faðir minn flosnaði upp úr lífinu og hvarf út í buskann með flöskuna sem ferðafélaga. Við heyrðumst stopult í gegnum árin og svo sjaldnar og sjaldnar. Síðasta bréfið kom frá Blackpool eftir 16 ára fjarvist. Þegar ég og bróðir minn fórum út og hittum hann þekkti hann okkur ekki í sundur. Hvernig ætti það að vera? Þau voru fjögurra, sjö og tíu ára börnin sem Bakkus tók af honum. Ég þekkti ekki þennan mann heldur. Það sem eftir stóð var brotin skel og ráðvillt sál; skurnin af manninum sem hann var. Við fylgdum honum til London og kvöddumst á Paddington-lestarstöðinni á dapurlegasta degi lífs míns fyrir 11 árum. Til hans hefur hvorki heyrst né sést síðan. Hann týndist á Paddington. Alkóhólismi er fjölskyldusjúkdómur. Hann leggur líf fólks í rúst og skeytir hvorki um stétt né stöðu. Það er skuggi yfir lífi barna sem alast upp við þær aðstæður sem hann skapar. En það er sem betur fer til lausn og hún getur verið ótrúlega einföld ef gripið er inn í framþróun sjúkdómsins snemma. Þegar álfasalan hjá SÁÁ hefst þá kaupi ég alltaf tvo álfa. Einn fyrir mig og annan fyrir pabba. Þekkir þú ekki einhvern sem þarf að læra á lífið aftur? Þú getur hjálpað með því að styrkja SÁÁ og álfasöluna. Einn álf fyrir þig og annan fyrir þann sem þú veist að þarf á því að halda. Þannig treystir þú sameiginlega velferð okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Á fyrsta áratug ævi minnar hvarf pabbi hægt og örugglega inn í myrkur sjúkdóms sem tætti hann í sig þar til ekkert var eftir. Alkóhólisminn át í sig kímnigáfuna, stríðnisblikið í auganu, góðsemdina og hlýjuna sem stafaði af þessum ljúfa manni sem las fyrir mig söguna um bangsann sem týndist á Paddington-lestarstöðinni. Ég man hvernig var að hvíla höfuðið á brjósti hans sem reis og hneig og finna hrjúfa skeggbroddana strjúkast við ennið. Svo man ég skrímslið sem birtist þegar hann drakk; samanherpta reiðiröddina, krepptan hnefa og ótta í lofti. Það er furðulegt hverju börn geta vanist. Sjö ára sagði ég mömmu að ég vonaði að pabbi yrði ekki fullur um jólin. Þegar ég ákvað sjálfur að hætta að drekka áfengi fyrir nokkrum árum var það að stærstum hluta vegna þess að ég hafði séð og upplifað hversu stjórnlaus drykkjusjúklingur er yfir eigin lífi. Þó það hafi komið flestum á óvart í kringum mig þá fann ég fyrir föðurarfinum. Eftir nokkurra mánaða edrúmennsku og ráðgjöf hjá SÁÁ skráði ég mig í göngudeildarmeðferð hjá samtökunum og lærði upp á nýtt að lifa án áfengis. Mín stóra eftirsjá er að hafa ekki gert það fyrr. Það átti aldrei við mig að drekka. Ég gerði það vegna þess að samfélag okkar gerir ráð fyrir því. Það er ógæfa okkar Íslendinga. En það er líka ótrúleg gæfa að eiga svo öflugan bakhjarl í okkar samfélagi sem SÁÁ er. Lífsgæði mín og þúsunda annarra hafa stóraukist fyrir tilverknað þeirra. Því miður var SÁÁ á frumstigi þegar faðir minn flosnaði upp úr lífinu og hvarf út í buskann með flöskuna sem ferðafélaga. Við heyrðumst stopult í gegnum árin og svo sjaldnar og sjaldnar. Síðasta bréfið kom frá Blackpool eftir 16 ára fjarvist. Þegar ég og bróðir minn fórum út og hittum hann þekkti hann okkur ekki í sundur. Hvernig ætti það að vera? Þau voru fjögurra, sjö og tíu ára börnin sem Bakkus tók af honum. Ég þekkti ekki þennan mann heldur. Það sem eftir stóð var brotin skel og ráðvillt sál; skurnin af manninum sem hann var. Við fylgdum honum til London og kvöddumst á Paddington-lestarstöðinni á dapurlegasta degi lífs míns fyrir 11 árum. Til hans hefur hvorki heyrst né sést síðan. Hann týndist á Paddington. Alkóhólismi er fjölskyldusjúkdómur. Hann leggur líf fólks í rúst og skeytir hvorki um stétt né stöðu. Það er skuggi yfir lífi barna sem alast upp við þær aðstæður sem hann skapar. En það er sem betur fer til lausn og hún getur verið ótrúlega einföld ef gripið er inn í framþróun sjúkdómsins snemma. Þegar álfasalan hjá SÁÁ hefst þá kaupi ég alltaf tvo álfa. Einn fyrir mig og annan fyrir pabba. Þekkir þú ekki einhvern sem þarf að læra á lífið aftur? Þú getur hjálpað með því að styrkja SÁÁ og álfasöluna. Einn álf fyrir þig og annan fyrir þann sem þú veist að þarf á því að halda. Þannig treystir þú sameiginlega velferð okkar allra.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun