Lífið

Elskar stefnumótasíður en er of fræg til að taka þátt

Milu Kunis finnst gaman að skoða stefnumótasíður á netinu.
Milu Kunis finnst gaman að skoða stefnumótasíður á netinu. nordicphotos/getty
Leikkonunni Milu Kunis finnst fátt skemmtilegra en að skoða stefnumótasíður í góðra vina hópi. Sjálf segist hún þó ekki geta nýtt sér þjónustu slíkra síðna sökum frægðar sinnar.

„Ein vinkona mín kynntist unnusta sínum í gegnum slíka síðu og allar hinar eru áskrifendur að svipuðum síðum. Mér finnst þetta frábært, ég fer á Netið og vel karlmenn með þeim. Við fáum okkur vín og skoðum karlmenn og sendum sumum skilaboð. Ég mundi skrá mig þarna inn ef ég væri ekki sú sem ég er. Ég get ekki farið á stefnumót því ég er aldrei nógu lengi á sama staðnum til að geta átt í sambandi," sagði leikkonan í viðtali við Elle Uk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.