Fagna tímamótum í leit sinni að guðseindinni 5. júlí 2012 02:00 Peter Higgs fylgdist með af áhuga. Higgs-bóseindin er nefnd eftir þessum breska vísindamanni. nordicphotos/AFP Vísindamenn í Sviss hafa eftir margra ára leit fundið bóseind, sem þeir segja líklega vera Higgs-bóseindina. Tilvist hennar er talin geta útskýrt bæði efnismassa hlutanna og þyngdaraflið sem honum fylgir. „Við höfum nú fundið þann hornstein öreindafræðinnar sem vantað hefur," sagði Rolf Heuer, framkvæmdastjóri evrópsku kjarneðlisrannsóknarstofnunarinnar CERN í Sviss. Hann var harla stoltur þegar hann kynnti vísindamönnum fund nýrrar bóseindar, sem hann sagði líklega vera fyrstu Higgs-eindina sem vísindamenn finna. Óljóst væri þó enn hvort þetta væri „guðseindin" sjálf, sem sögð er útskýra hvernig alheimurinn varð til. Mikil stemning var í salnum í CERN í gær þegar vísindamennirnir skýrðu frá uppgötvuninni, sem þeir sögðu marka mikilvæg tímamót í sögu kjarneðlisfræðinnar. Meðal þeirra, sem fylgdust með, var Peter Higgs, breski eðlisfræðingurinn sem Higgs-eindin er nefnd eftir. Stóri öreindahraðallinn í CERN var tekinn í notkun fyrir fjórum árum, gagngert til þess að leita að guðseindinni. Kostnaðurinn við byggingu hans og starfrækslu nemur 10 milljörðum dala, eða ríflega 1.270 milljörðum króna. Samkvæmt staðallíkani eðlisfræðinnar er allt efni samsett úr frumeindum, sem síðan skiptast í öreindir. Það sem vantað hefur inn í þetta líkan er eitthvað sem útskýrir það hvernig efnið fær massa eða efnistregðu og þar með þyngdarafl. Vísindamenn hafa smám saman sannfærst um að lausnin á þessum vanda hafi fengist með tilgátu frá árinu 1964, sem gengur út á það að inn í öreindalíkanið vanti eina bóseind, sem hamli hreyfingu annarra einda sem komast í návígi við hana. Utan um hana sé sem sagt tregðusvið, sem útskýri af hverju sumar öreindir fá efnismassa en aðrar ekki. Þessi eind fékk nafnið Higgs-bóseind, eftir breska eðlisfræðingnum Peter Higgs, sem ásamt fimm öðrum eðlisfræðingum kom fyrstur fram með þessa tilgátu fyrir nærri fimm áratugum. Hún hefur einnig gjarna verið nefnd „guðseind" vegna þess að tilvist hennar er það lykilatriði sem hingað til hefur vantað í útskýringu vísindanna á tilurð og þróun alheimsins. „Þetta er bara byrjunin," segir samt James Gillies, talsmaður CERN. Vísindamenn munu nú halda áfram að rannsaka þessa nýfundnu eind þar til þeir skilja til fulls hvernig hún starfar. Þessar rannsóknir geta vel leitt af sér uppgötvun nýrra einda og náttúruafla, sem til þessa hafa verið óþekkt. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Vísindamenn í Sviss hafa eftir margra ára leit fundið bóseind, sem þeir segja líklega vera Higgs-bóseindina. Tilvist hennar er talin geta útskýrt bæði efnismassa hlutanna og þyngdaraflið sem honum fylgir. „Við höfum nú fundið þann hornstein öreindafræðinnar sem vantað hefur," sagði Rolf Heuer, framkvæmdastjóri evrópsku kjarneðlisrannsóknarstofnunarinnar CERN í Sviss. Hann var harla stoltur þegar hann kynnti vísindamönnum fund nýrrar bóseindar, sem hann sagði líklega vera fyrstu Higgs-eindina sem vísindamenn finna. Óljóst væri þó enn hvort þetta væri „guðseindin" sjálf, sem sögð er útskýra hvernig alheimurinn varð til. Mikil stemning var í salnum í CERN í gær þegar vísindamennirnir skýrðu frá uppgötvuninni, sem þeir sögðu marka mikilvæg tímamót í sögu kjarneðlisfræðinnar. Meðal þeirra, sem fylgdust með, var Peter Higgs, breski eðlisfræðingurinn sem Higgs-eindin er nefnd eftir. Stóri öreindahraðallinn í CERN var tekinn í notkun fyrir fjórum árum, gagngert til þess að leita að guðseindinni. Kostnaðurinn við byggingu hans og starfrækslu nemur 10 milljörðum dala, eða ríflega 1.270 milljörðum króna. Samkvæmt staðallíkani eðlisfræðinnar er allt efni samsett úr frumeindum, sem síðan skiptast í öreindir. Það sem vantað hefur inn í þetta líkan er eitthvað sem útskýrir það hvernig efnið fær massa eða efnistregðu og þar með þyngdarafl. Vísindamenn hafa smám saman sannfærst um að lausnin á þessum vanda hafi fengist með tilgátu frá árinu 1964, sem gengur út á það að inn í öreindalíkanið vanti eina bóseind, sem hamli hreyfingu annarra einda sem komast í návígi við hana. Utan um hana sé sem sagt tregðusvið, sem útskýri af hverju sumar öreindir fá efnismassa en aðrar ekki. Þessi eind fékk nafnið Higgs-bóseind, eftir breska eðlisfræðingnum Peter Higgs, sem ásamt fimm öðrum eðlisfræðingum kom fyrstur fram með þessa tilgátu fyrir nærri fimm áratugum. Hún hefur einnig gjarna verið nefnd „guðseind" vegna þess að tilvist hennar er það lykilatriði sem hingað til hefur vantað í útskýringu vísindanna á tilurð og þróun alheimsins. „Þetta er bara byrjunin," segir samt James Gillies, talsmaður CERN. Vísindamenn munu nú halda áfram að rannsaka þessa nýfundnu eind þar til þeir skilja til fulls hvernig hún starfar. Þessar rannsóknir geta vel leitt af sér uppgötvun nýrra einda og náttúruafla, sem til þessa hafa verið óþekkt. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira