Fagna tímamótum í leit sinni að guðseindinni 5. júlí 2012 02:00 Peter Higgs fylgdist með af áhuga. Higgs-bóseindin er nefnd eftir þessum breska vísindamanni. nordicphotos/AFP Vísindamenn í Sviss hafa eftir margra ára leit fundið bóseind, sem þeir segja líklega vera Higgs-bóseindina. Tilvist hennar er talin geta útskýrt bæði efnismassa hlutanna og þyngdaraflið sem honum fylgir. „Við höfum nú fundið þann hornstein öreindafræðinnar sem vantað hefur," sagði Rolf Heuer, framkvæmdastjóri evrópsku kjarneðlisrannsóknarstofnunarinnar CERN í Sviss. Hann var harla stoltur þegar hann kynnti vísindamönnum fund nýrrar bóseindar, sem hann sagði líklega vera fyrstu Higgs-eindina sem vísindamenn finna. Óljóst væri þó enn hvort þetta væri „guðseindin" sjálf, sem sögð er útskýra hvernig alheimurinn varð til. Mikil stemning var í salnum í CERN í gær þegar vísindamennirnir skýrðu frá uppgötvuninni, sem þeir sögðu marka mikilvæg tímamót í sögu kjarneðlisfræðinnar. Meðal þeirra, sem fylgdust með, var Peter Higgs, breski eðlisfræðingurinn sem Higgs-eindin er nefnd eftir. Stóri öreindahraðallinn í CERN var tekinn í notkun fyrir fjórum árum, gagngert til þess að leita að guðseindinni. Kostnaðurinn við byggingu hans og starfrækslu nemur 10 milljörðum dala, eða ríflega 1.270 milljörðum króna. Samkvæmt staðallíkani eðlisfræðinnar er allt efni samsett úr frumeindum, sem síðan skiptast í öreindir. Það sem vantað hefur inn í þetta líkan er eitthvað sem útskýrir það hvernig efnið fær massa eða efnistregðu og þar með þyngdarafl. Vísindamenn hafa smám saman sannfærst um að lausnin á þessum vanda hafi fengist með tilgátu frá árinu 1964, sem gengur út á það að inn í öreindalíkanið vanti eina bóseind, sem hamli hreyfingu annarra einda sem komast í návígi við hana. Utan um hana sé sem sagt tregðusvið, sem útskýri af hverju sumar öreindir fá efnismassa en aðrar ekki. Þessi eind fékk nafnið Higgs-bóseind, eftir breska eðlisfræðingnum Peter Higgs, sem ásamt fimm öðrum eðlisfræðingum kom fyrstur fram með þessa tilgátu fyrir nærri fimm áratugum. Hún hefur einnig gjarna verið nefnd „guðseind" vegna þess að tilvist hennar er það lykilatriði sem hingað til hefur vantað í útskýringu vísindanna á tilurð og þróun alheimsins. „Þetta er bara byrjunin," segir samt James Gillies, talsmaður CERN. Vísindamenn munu nú halda áfram að rannsaka þessa nýfundnu eind þar til þeir skilja til fulls hvernig hún starfar. Þessar rannsóknir geta vel leitt af sér uppgötvun nýrra einda og náttúruafla, sem til þessa hafa verið óþekkt. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Vísindamenn í Sviss hafa eftir margra ára leit fundið bóseind, sem þeir segja líklega vera Higgs-bóseindina. Tilvist hennar er talin geta útskýrt bæði efnismassa hlutanna og þyngdaraflið sem honum fylgir. „Við höfum nú fundið þann hornstein öreindafræðinnar sem vantað hefur," sagði Rolf Heuer, framkvæmdastjóri evrópsku kjarneðlisrannsóknarstofnunarinnar CERN í Sviss. Hann var harla stoltur þegar hann kynnti vísindamönnum fund nýrrar bóseindar, sem hann sagði líklega vera fyrstu Higgs-eindina sem vísindamenn finna. Óljóst væri þó enn hvort þetta væri „guðseindin" sjálf, sem sögð er útskýra hvernig alheimurinn varð til. Mikil stemning var í salnum í CERN í gær þegar vísindamennirnir skýrðu frá uppgötvuninni, sem þeir sögðu marka mikilvæg tímamót í sögu kjarneðlisfræðinnar. Meðal þeirra, sem fylgdust með, var Peter Higgs, breski eðlisfræðingurinn sem Higgs-eindin er nefnd eftir. Stóri öreindahraðallinn í CERN var tekinn í notkun fyrir fjórum árum, gagngert til þess að leita að guðseindinni. Kostnaðurinn við byggingu hans og starfrækslu nemur 10 milljörðum dala, eða ríflega 1.270 milljörðum króna. Samkvæmt staðallíkani eðlisfræðinnar er allt efni samsett úr frumeindum, sem síðan skiptast í öreindir. Það sem vantað hefur inn í þetta líkan er eitthvað sem útskýrir það hvernig efnið fær massa eða efnistregðu og þar með þyngdarafl. Vísindamenn hafa smám saman sannfærst um að lausnin á þessum vanda hafi fengist með tilgátu frá árinu 1964, sem gengur út á það að inn í öreindalíkanið vanti eina bóseind, sem hamli hreyfingu annarra einda sem komast í návígi við hana. Utan um hana sé sem sagt tregðusvið, sem útskýri af hverju sumar öreindir fá efnismassa en aðrar ekki. Þessi eind fékk nafnið Higgs-bóseind, eftir breska eðlisfræðingnum Peter Higgs, sem ásamt fimm öðrum eðlisfræðingum kom fyrstur fram með þessa tilgátu fyrir nærri fimm áratugum. Hún hefur einnig gjarna verið nefnd „guðseind" vegna þess að tilvist hennar er það lykilatriði sem hingað til hefur vantað í útskýringu vísindanna á tilurð og þróun alheimsins. „Þetta er bara byrjunin," segir samt James Gillies, talsmaður CERN. Vísindamenn munu nú halda áfram að rannsaka þessa nýfundnu eind þar til þeir skilja til fulls hvernig hún starfar. Þessar rannsóknir geta vel leitt af sér uppgötvun nýrra einda og náttúruafla, sem til þessa hafa verið óþekkt. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira