Enski boltinn

Vinnuleyfi Kagawa tafðist í Filippseyjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Örlítil bið verður á því að Shinji Kagawa geti byrjað að æfa með Manchester United þar sem gögn sem tengjast atvinnuleyfi hans í Englandi eru föst í Filippseyjum.

Þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum í dag. Undirbúningstímabil Manchester United hefst formlega í dag en Kagawa þarf að bíða eitthvað áfram þar til að öll gögn um atvinnuleyfi hans hafa borist breskum yfirvöldum.

Forráðamenn Manchester United búast ekki við öðru en að málin leysist innan sólahrings. Áætlað er að Kagawa fari með United í æfingaferð sína til Kína og Suður-Afríku.

Kagawa gekk til liðs við United frá þýska liðinu Dortmund fyrir fimmtán milljónir evra í sumar en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×