Erlent

Risavaxin flugeldasýning á 20 sekúndum

Bilun í tölvubúnaði varð til þess að 20 mínútna flugeldasýning í San Diego reið yfir á aðeins 20 sekúndum. Skipuleggjendur harma atvikið og segja það ótrúlega heppni að enginn hafi slasast.

Bandaríkjamenn fögnuðu þjóðhátíðardegi sínum í gær. Flugeldasýning er fastur liður í hátíðarhöldum vítt og breitt um Bandaríkin. Spenntir áhorfendur í San Diego fengu þó heldur óvanalega sýningu.

Skjóta átti flugeldum af fjórum prömmum í San Diego flóa. Bilun í stjórnkerfi leiddi til þess að flugeldarnir fóru á loft á sama tíma með tilheyrandi sjónarspili og látum.

„Ég þakka guði að enginn slasaðist," sagði August Santore, eigandi Garden Sate Fireworks. „Varúðarreglurnar stóðu fyrir sínu.

Santore sagði að fyrirtækið harmi atvikið en þakkaði þó íbúum San Diego fyrir skilninginn.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×