Innlent

Læsir kössum um áramótin

ÓKÁ skrifar
Póstkassi
Póstkassi
Líkt og síðastliðin ár grípur Pósturinn til aðgerða til að sporna við skemmdarverkum á póstkössum sem eru utanhúss á höfuðborgarsvæðinu.

Kössunum er læst þannig að ekki er hægt að koma ofan í þá nema einu bréfi í einu. Viðskiptavinum með þykkari póst er bent á næsta pósthús eða póstkassa innandyra, til dæmis í verslunarmiðstöðvum. Kössunum var læst 27. desember og verða þeir opnaðir aftur um miðjan janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×