Innlent

Metfjöldi ferðamanna á árinu

Eins og spáð var fjölgar ferðamönnum jafnt og þétt.
fréttablaðið/þorgils
Eins og spáð var fjölgar ferðamönnum jafnt og þétt. fréttablaðið/þorgils Mynd/þorgils jónsson
Það sem af er ári hafa 536.957 erlendir ferðamenn farið frá landinu, eða 78.897 fleiri en á sama tímabili í fyrra, sem jafngildir 17,2 prósenta aukningu milli ára. Eru ferðamenn um Keflavíkurflugvöll það sem af er ári því orðnir álíka margir og allt árið 2011, segir í frétt Samtaka ferðaþjónustunnar.

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 64.672 erlendir ferðamenn frá landinu í september, um þrettán þúsund fleiri en í sama mánuði fyrir ári. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×