Innlent

Stórlaxar í leit að tökustöðum

Ilt Jones
Ilt Jones
„Ég held að við höfum heimsótt alla staði á Íslandi fyrir utan Raufarhöfn,“ segir Árni Björn Helgason hjá Saga Film. Hann sá um að lóðsa tvo frægustu tökustaðastjóra í Hollywood, þá Ilt Jones og Dow Griffith, um landið í lok september. Þeir eru með myndir eins og The Dark Knight Rises og The Bourne Legacy á ferilskránni.

Jones og Griffith sjá um að flakka heimshorna á milli í leit að tökustöðum fyrir stærstu kvikmyndaframleiðendur vestanhafs. Ástæðan fyrir komu þeirra var leit að tökustöðum fyrir nýja mynd. „Ég get því miður ekki sagt nafnið á henni, en get staðfest að þetta er stórmynd sem á að taka upp á næsta ári,“ segir Árni. - áp / sjá síðu 30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×