Konur mæta ekki nógu vel í leit að leghálskrabba 31. janúar 2012 06:00 Árangur leghálskrabbameinsleitar hér á landi, sem hófst 1964, er ótvíræður. Nýgengi sjúkdómsins (fjöldi nýrra tilfella) hefur á síðustu áratugum lækkað um 71% og dánartíðnin um 93%. Þessi árangur hefur náðst vegna skipulagsbreytinga í leitarstarfinu eftir 1980 sem leiddi til þess að mæting í aldurshópnum 25-69 ára fór úr 50% 1980 í 82% 1992. Mætingin hefur þó síðan farið minnkandi og hefur síðustu fimm árin verið rúmlega 70% á þessum aldri og um 52% á aldrinum 20-24 ára. Blikur á loftiNú eru blikur á lofti þar sem á síðastliðnum tveimur árum hefur orðið aukning á greiningu lengra genginna krabbameina, aðallega meðal kvenna sem ekki hafa mætt eða mætt óreglulega til leitar. Það er ljóst að batahorfur fara eftir dreifingu sjúkdóms við greiningu. Þegar kona greinist á algeru byrjunarstigi nægir að fjarlægja krabbameinið með því að taka bita af leghálsinum (keiluskurður) en sú aðgerð hefur ekki áhrif á frjósemi konunnar. Hlutfall krabbameina á byrjunarstigi jókst úr 19% við upphaf leitar í 60% á tímabilinu 2005-2009 en hefur á síðustu tveimur árum lækkað á ný í 35% og hlutfall lengra genginna meina hefur aukist að sama skapi. Leghálskrabbamein og kynhegðanLjóst er að HPV-smit (Human papilloma virus) er forsenda þróunar leghálskrabbameins. Talið er að meira en 80% kvenna smitist einhvern tíma af þessari veiru. Þó ónæmiskerfið vinni bug á flestum þessara sýkinga er ljóst að áhætta á varanlegu HPV-smiti eykst með fjölda rekkjunauta og öðrum áhættuþáttum svo sem reykingum, öðru kynsmiti svo sem klamydíusýkingu og notkun getnaðarvarnarpillu. Á síðastliðnum áratugum hafa orðið breytingar á lífsstíl og kynhegðan yngri kvenna í hinum vestræna heimi. Íslensk rannsókn gefur til kynna að um 60% íslenskra kvenna byrji kynmök við 16 ára aldur, um 40% þeirra hafi við 18 ára aldur haft fleiri en fjóra rekkjunauta og ein af hverjum tólf hafi sögu um kynfæravörtur. Um 48% höfðu reykt, 26% höfðu greinst með kynfærasjúkdóma og um 92% hafa notað getnaðarvarnarpilluna. Þetta skýrir vafalaust þá aukningu sem orðið hefur í tíðni forstigsbreytinga og leghálskrabbameina. Áhrif HPV-bólusetningarTvö bóluefni, Gardasil® og Cervarex®, hafa verið þróuð gegn HPV-veirunni. Rannsóknir staðfesta að bólusetning með þremur sprautum á sex mánaða tímabili gefur nær 100% vörn gegn myndun alvarlegra forstigsbreytinga af völdum þeirra stofna (HPV 16/18) sem bóluefnin líkja eftir. Þessi vörn er þó háð því að konan sé ekki þegar sýkt af þessum stofnum fyrir bólusetningu eða sýkist af þeim á bólusetningartímanum. Megingalli bóluefnanna er sú staðreynd að þau innihalda aðeins ónæmisvaka gegn tveimur af um 17 stofnum veirunnar sem geta valdið leghálskrabbameini og eru talin gefa takmarkað ónæmi gegn öðrum stofnum veirunnar. Rannsóknir benda þannig til að bólusetning stúlkna fyrir kynþroskaaldur gagnist ekki sem vörn hjá um 30% kvenna sem nú greinast með leghálskrabbamein. Bólusetning 12 til 13 ára stúlkna hófst hér á landi á síðastliðnu hausti. Hvað ber að gera?Ljóst er að heilbrigðisyfirvöld þurfa að fræða konur um orsakir sjúkdómsins og mikilvægi reglulegrar mætingar til leitar, auk fræðslu til bólusettra kvenna um kosti og takmarkanir HPV-bólusetningar. Koma þarf í veg fyrir að bólusettar konur fyllist falskri öryggiskennd þar sem þær telji að bólusetning sé allsherjar vörn gegn sjúkdómnum þegar staðreynd málsins er að bólusetningin nær aðeins til takmarkaðs fjölda þeirra stofna sem valda sjúkómnum. Nauðsynlegt er einnig að bæta greiningarmátt og skilvirkni leitarinnar með tæknibúnaði sem gerir kleift að greina með meiri nákvæmni þær konur sem hafa í reynd smitast af illkynja HPV-stofnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Árangur leghálskrabbameinsleitar hér á landi, sem hófst 1964, er ótvíræður. Nýgengi sjúkdómsins (fjöldi nýrra tilfella) hefur á síðustu áratugum lækkað um 71% og dánartíðnin um 93%. Þessi árangur hefur náðst vegna skipulagsbreytinga í leitarstarfinu eftir 1980 sem leiddi til þess að mæting í aldurshópnum 25-69 ára fór úr 50% 1980 í 82% 1992. Mætingin hefur þó síðan farið minnkandi og hefur síðustu fimm árin verið rúmlega 70% á þessum aldri og um 52% á aldrinum 20-24 ára. Blikur á loftiNú eru blikur á lofti þar sem á síðastliðnum tveimur árum hefur orðið aukning á greiningu lengra genginna krabbameina, aðallega meðal kvenna sem ekki hafa mætt eða mætt óreglulega til leitar. Það er ljóst að batahorfur fara eftir dreifingu sjúkdóms við greiningu. Þegar kona greinist á algeru byrjunarstigi nægir að fjarlægja krabbameinið með því að taka bita af leghálsinum (keiluskurður) en sú aðgerð hefur ekki áhrif á frjósemi konunnar. Hlutfall krabbameina á byrjunarstigi jókst úr 19% við upphaf leitar í 60% á tímabilinu 2005-2009 en hefur á síðustu tveimur árum lækkað á ný í 35% og hlutfall lengra genginna meina hefur aukist að sama skapi. Leghálskrabbamein og kynhegðanLjóst er að HPV-smit (Human papilloma virus) er forsenda þróunar leghálskrabbameins. Talið er að meira en 80% kvenna smitist einhvern tíma af þessari veiru. Þó ónæmiskerfið vinni bug á flestum þessara sýkinga er ljóst að áhætta á varanlegu HPV-smiti eykst með fjölda rekkjunauta og öðrum áhættuþáttum svo sem reykingum, öðru kynsmiti svo sem klamydíusýkingu og notkun getnaðarvarnarpillu. Á síðastliðnum áratugum hafa orðið breytingar á lífsstíl og kynhegðan yngri kvenna í hinum vestræna heimi. Íslensk rannsókn gefur til kynna að um 60% íslenskra kvenna byrji kynmök við 16 ára aldur, um 40% þeirra hafi við 18 ára aldur haft fleiri en fjóra rekkjunauta og ein af hverjum tólf hafi sögu um kynfæravörtur. Um 48% höfðu reykt, 26% höfðu greinst með kynfærasjúkdóma og um 92% hafa notað getnaðarvarnarpilluna. Þetta skýrir vafalaust þá aukningu sem orðið hefur í tíðni forstigsbreytinga og leghálskrabbameina. Áhrif HPV-bólusetningarTvö bóluefni, Gardasil® og Cervarex®, hafa verið þróuð gegn HPV-veirunni. Rannsóknir staðfesta að bólusetning með þremur sprautum á sex mánaða tímabili gefur nær 100% vörn gegn myndun alvarlegra forstigsbreytinga af völdum þeirra stofna (HPV 16/18) sem bóluefnin líkja eftir. Þessi vörn er þó háð því að konan sé ekki þegar sýkt af þessum stofnum fyrir bólusetningu eða sýkist af þeim á bólusetningartímanum. Megingalli bóluefnanna er sú staðreynd að þau innihalda aðeins ónæmisvaka gegn tveimur af um 17 stofnum veirunnar sem geta valdið leghálskrabbameini og eru talin gefa takmarkað ónæmi gegn öðrum stofnum veirunnar. Rannsóknir benda þannig til að bólusetning stúlkna fyrir kynþroskaaldur gagnist ekki sem vörn hjá um 30% kvenna sem nú greinast með leghálskrabbamein. Bólusetning 12 til 13 ára stúlkna hófst hér á landi á síðastliðnu hausti. Hvað ber að gera?Ljóst er að heilbrigðisyfirvöld þurfa að fræða konur um orsakir sjúkdómsins og mikilvægi reglulegrar mætingar til leitar, auk fræðslu til bólusettra kvenna um kosti og takmarkanir HPV-bólusetningar. Koma þarf í veg fyrir að bólusettar konur fyllist falskri öryggiskennd þar sem þær telji að bólusetning sé allsherjar vörn gegn sjúkdómnum þegar staðreynd málsins er að bólusetningin nær aðeins til takmarkaðs fjölda þeirra stofna sem valda sjúkómnum. Nauðsynlegt er einnig að bæta greiningarmátt og skilvirkni leitarinnar með tæknibúnaði sem gerir kleift að greina með meiri nákvæmni þær konur sem hafa í reynd smitast af illkynja HPV-stofnum.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar