Konur mæta ekki nógu vel í leit að leghálskrabba 31. janúar 2012 06:00 Árangur leghálskrabbameinsleitar hér á landi, sem hófst 1964, er ótvíræður. Nýgengi sjúkdómsins (fjöldi nýrra tilfella) hefur á síðustu áratugum lækkað um 71% og dánartíðnin um 93%. Þessi árangur hefur náðst vegna skipulagsbreytinga í leitarstarfinu eftir 1980 sem leiddi til þess að mæting í aldurshópnum 25-69 ára fór úr 50% 1980 í 82% 1992. Mætingin hefur þó síðan farið minnkandi og hefur síðustu fimm árin verið rúmlega 70% á þessum aldri og um 52% á aldrinum 20-24 ára. Blikur á loftiNú eru blikur á lofti þar sem á síðastliðnum tveimur árum hefur orðið aukning á greiningu lengra genginna krabbameina, aðallega meðal kvenna sem ekki hafa mætt eða mætt óreglulega til leitar. Það er ljóst að batahorfur fara eftir dreifingu sjúkdóms við greiningu. Þegar kona greinist á algeru byrjunarstigi nægir að fjarlægja krabbameinið með því að taka bita af leghálsinum (keiluskurður) en sú aðgerð hefur ekki áhrif á frjósemi konunnar. Hlutfall krabbameina á byrjunarstigi jókst úr 19% við upphaf leitar í 60% á tímabilinu 2005-2009 en hefur á síðustu tveimur árum lækkað á ný í 35% og hlutfall lengra genginna meina hefur aukist að sama skapi. Leghálskrabbamein og kynhegðanLjóst er að HPV-smit (Human papilloma virus) er forsenda þróunar leghálskrabbameins. Talið er að meira en 80% kvenna smitist einhvern tíma af þessari veiru. Þó ónæmiskerfið vinni bug á flestum þessara sýkinga er ljóst að áhætta á varanlegu HPV-smiti eykst með fjölda rekkjunauta og öðrum áhættuþáttum svo sem reykingum, öðru kynsmiti svo sem klamydíusýkingu og notkun getnaðarvarnarpillu. Á síðastliðnum áratugum hafa orðið breytingar á lífsstíl og kynhegðan yngri kvenna í hinum vestræna heimi. Íslensk rannsókn gefur til kynna að um 60% íslenskra kvenna byrji kynmök við 16 ára aldur, um 40% þeirra hafi við 18 ára aldur haft fleiri en fjóra rekkjunauta og ein af hverjum tólf hafi sögu um kynfæravörtur. Um 48% höfðu reykt, 26% höfðu greinst með kynfærasjúkdóma og um 92% hafa notað getnaðarvarnarpilluna. Þetta skýrir vafalaust þá aukningu sem orðið hefur í tíðni forstigsbreytinga og leghálskrabbameina. Áhrif HPV-bólusetningarTvö bóluefni, Gardasil® og Cervarex®, hafa verið þróuð gegn HPV-veirunni. Rannsóknir staðfesta að bólusetning með þremur sprautum á sex mánaða tímabili gefur nær 100% vörn gegn myndun alvarlegra forstigsbreytinga af völdum þeirra stofna (HPV 16/18) sem bóluefnin líkja eftir. Þessi vörn er þó háð því að konan sé ekki þegar sýkt af þessum stofnum fyrir bólusetningu eða sýkist af þeim á bólusetningartímanum. Megingalli bóluefnanna er sú staðreynd að þau innihalda aðeins ónæmisvaka gegn tveimur af um 17 stofnum veirunnar sem geta valdið leghálskrabbameini og eru talin gefa takmarkað ónæmi gegn öðrum stofnum veirunnar. Rannsóknir benda þannig til að bólusetning stúlkna fyrir kynþroskaaldur gagnist ekki sem vörn hjá um 30% kvenna sem nú greinast með leghálskrabbamein. Bólusetning 12 til 13 ára stúlkna hófst hér á landi á síðastliðnu hausti. Hvað ber að gera?Ljóst er að heilbrigðisyfirvöld þurfa að fræða konur um orsakir sjúkdómsins og mikilvægi reglulegrar mætingar til leitar, auk fræðslu til bólusettra kvenna um kosti og takmarkanir HPV-bólusetningar. Koma þarf í veg fyrir að bólusettar konur fyllist falskri öryggiskennd þar sem þær telji að bólusetning sé allsherjar vörn gegn sjúkdómnum þegar staðreynd málsins er að bólusetningin nær aðeins til takmarkaðs fjölda þeirra stofna sem valda sjúkómnum. Nauðsynlegt er einnig að bæta greiningarmátt og skilvirkni leitarinnar með tæknibúnaði sem gerir kleift að greina með meiri nákvæmni þær konur sem hafa í reynd smitast af illkynja HPV-stofnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Árangur leghálskrabbameinsleitar hér á landi, sem hófst 1964, er ótvíræður. Nýgengi sjúkdómsins (fjöldi nýrra tilfella) hefur á síðustu áratugum lækkað um 71% og dánartíðnin um 93%. Þessi árangur hefur náðst vegna skipulagsbreytinga í leitarstarfinu eftir 1980 sem leiddi til þess að mæting í aldurshópnum 25-69 ára fór úr 50% 1980 í 82% 1992. Mætingin hefur þó síðan farið minnkandi og hefur síðustu fimm árin verið rúmlega 70% á þessum aldri og um 52% á aldrinum 20-24 ára. Blikur á loftiNú eru blikur á lofti þar sem á síðastliðnum tveimur árum hefur orðið aukning á greiningu lengra genginna krabbameina, aðallega meðal kvenna sem ekki hafa mætt eða mætt óreglulega til leitar. Það er ljóst að batahorfur fara eftir dreifingu sjúkdóms við greiningu. Þegar kona greinist á algeru byrjunarstigi nægir að fjarlægja krabbameinið með því að taka bita af leghálsinum (keiluskurður) en sú aðgerð hefur ekki áhrif á frjósemi konunnar. Hlutfall krabbameina á byrjunarstigi jókst úr 19% við upphaf leitar í 60% á tímabilinu 2005-2009 en hefur á síðustu tveimur árum lækkað á ný í 35% og hlutfall lengra genginna meina hefur aukist að sama skapi. Leghálskrabbamein og kynhegðanLjóst er að HPV-smit (Human papilloma virus) er forsenda þróunar leghálskrabbameins. Talið er að meira en 80% kvenna smitist einhvern tíma af þessari veiru. Þó ónæmiskerfið vinni bug á flestum þessara sýkinga er ljóst að áhætta á varanlegu HPV-smiti eykst með fjölda rekkjunauta og öðrum áhættuþáttum svo sem reykingum, öðru kynsmiti svo sem klamydíusýkingu og notkun getnaðarvarnarpillu. Á síðastliðnum áratugum hafa orðið breytingar á lífsstíl og kynhegðan yngri kvenna í hinum vestræna heimi. Íslensk rannsókn gefur til kynna að um 60% íslenskra kvenna byrji kynmök við 16 ára aldur, um 40% þeirra hafi við 18 ára aldur haft fleiri en fjóra rekkjunauta og ein af hverjum tólf hafi sögu um kynfæravörtur. Um 48% höfðu reykt, 26% höfðu greinst með kynfærasjúkdóma og um 92% hafa notað getnaðarvarnarpilluna. Þetta skýrir vafalaust þá aukningu sem orðið hefur í tíðni forstigsbreytinga og leghálskrabbameina. Áhrif HPV-bólusetningarTvö bóluefni, Gardasil® og Cervarex®, hafa verið þróuð gegn HPV-veirunni. Rannsóknir staðfesta að bólusetning með þremur sprautum á sex mánaða tímabili gefur nær 100% vörn gegn myndun alvarlegra forstigsbreytinga af völdum þeirra stofna (HPV 16/18) sem bóluefnin líkja eftir. Þessi vörn er þó háð því að konan sé ekki þegar sýkt af þessum stofnum fyrir bólusetningu eða sýkist af þeim á bólusetningartímanum. Megingalli bóluefnanna er sú staðreynd að þau innihalda aðeins ónæmisvaka gegn tveimur af um 17 stofnum veirunnar sem geta valdið leghálskrabbameini og eru talin gefa takmarkað ónæmi gegn öðrum stofnum veirunnar. Rannsóknir benda þannig til að bólusetning stúlkna fyrir kynþroskaaldur gagnist ekki sem vörn hjá um 30% kvenna sem nú greinast með leghálskrabbamein. Bólusetning 12 til 13 ára stúlkna hófst hér á landi á síðastliðnu hausti. Hvað ber að gera?Ljóst er að heilbrigðisyfirvöld þurfa að fræða konur um orsakir sjúkdómsins og mikilvægi reglulegrar mætingar til leitar, auk fræðslu til bólusettra kvenna um kosti og takmarkanir HPV-bólusetningar. Koma þarf í veg fyrir að bólusettar konur fyllist falskri öryggiskennd þar sem þær telji að bólusetning sé allsherjar vörn gegn sjúkdómnum þegar staðreynd málsins er að bólusetningin nær aðeins til takmarkaðs fjölda þeirra stofna sem valda sjúkómnum. Nauðsynlegt er einnig að bæta greiningarmátt og skilvirkni leitarinnar með tæknibúnaði sem gerir kleift að greina með meiri nákvæmni þær konur sem hafa í reynd smitast af illkynja HPV-stofnum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar