Konur mæta ekki nógu vel í leit að leghálskrabba 31. janúar 2012 06:00 Árangur leghálskrabbameinsleitar hér á landi, sem hófst 1964, er ótvíræður. Nýgengi sjúkdómsins (fjöldi nýrra tilfella) hefur á síðustu áratugum lækkað um 71% og dánartíðnin um 93%. Þessi árangur hefur náðst vegna skipulagsbreytinga í leitarstarfinu eftir 1980 sem leiddi til þess að mæting í aldurshópnum 25-69 ára fór úr 50% 1980 í 82% 1992. Mætingin hefur þó síðan farið minnkandi og hefur síðustu fimm árin verið rúmlega 70% á þessum aldri og um 52% á aldrinum 20-24 ára. Blikur á loftiNú eru blikur á lofti þar sem á síðastliðnum tveimur árum hefur orðið aukning á greiningu lengra genginna krabbameina, aðallega meðal kvenna sem ekki hafa mætt eða mætt óreglulega til leitar. Það er ljóst að batahorfur fara eftir dreifingu sjúkdóms við greiningu. Þegar kona greinist á algeru byrjunarstigi nægir að fjarlægja krabbameinið með því að taka bita af leghálsinum (keiluskurður) en sú aðgerð hefur ekki áhrif á frjósemi konunnar. Hlutfall krabbameina á byrjunarstigi jókst úr 19% við upphaf leitar í 60% á tímabilinu 2005-2009 en hefur á síðustu tveimur árum lækkað á ný í 35% og hlutfall lengra genginna meina hefur aukist að sama skapi. Leghálskrabbamein og kynhegðanLjóst er að HPV-smit (Human papilloma virus) er forsenda þróunar leghálskrabbameins. Talið er að meira en 80% kvenna smitist einhvern tíma af þessari veiru. Þó ónæmiskerfið vinni bug á flestum þessara sýkinga er ljóst að áhætta á varanlegu HPV-smiti eykst með fjölda rekkjunauta og öðrum áhættuþáttum svo sem reykingum, öðru kynsmiti svo sem klamydíusýkingu og notkun getnaðarvarnarpillu. Á síðastliðnum áratugum hafa orðið breytingar á lífsstíl og kynhegðan yngri kvenna í hinum vestræna heimi. Íslensk rannsókn gefur til kynna að um 60% íslenskra kvenna byrji kynmök við 16 ára aldur, um 40% þeirra hafi við 18 ára aldur haft fleiri en fjóra rekkjunauta og ein af hverjum tólf hafi sögu um kynfæravörtur. Um 48% höfðu reykt, 26% höfðu greinst með kynfærasjúkdóma og um 92% hafa notað getnaðarvarnarpilluna. Þetta skýrir vafalaust þá aukningu sem orðið hefur í tíðni forstigsbreytinga og leghálskrabbameina. Áhrif HPV-bólusetningarTvö bóluefni, Gardasil® og Cervarex®, hafa verið þróuð gegn HPV-veirunni. Rannsóknir staðfesta að bólusetning með þremur sprautum á sex mánaða tímabili gefur nær 100% vörn gegn myndun alvarlegra forstigsbreytinga af völdum þeirra stofna (HPV 16/18) sem bóluefnin líkja eftir. Þessi vörn er þó háð því að konan sé ekki þegar sýkt af þessum stofnum fyrir bólusetningu eða sýkist af þeim á bólusetningartímanum. Megingalli bóluefnanna er sú staðreynd að þau innihalda aðeins ónæmisvaka gegn tveimur af um 17 stofnum veirunnar sem geta valdið leghálskrabbameini og eru talin gefa takmarkað ónæmi gegn öðrum stofnum veirunnar. Rannsóknir benda þannig til að bólusetning stúlkna fyrir kynþroskaaldur gagnist ekki sem vörn hjá um 30% kvenna sem nú greinast með leghálskrabbamein. Bólusetning 12 til 13 ára stúlkna hófst hér á landi á síðastliðnu hausti. Hvað ber að gera?Ljóst er að heilbrigðisyfirvöld þurfa að fræða konur um orsakir sjúkdómsins og mikilvægi reglulegrar mætingar til leitar, auk fræðslu til bólusettra kvenna um kosti og takmarkanir HPV-bólusetningar. Koma þarf í veg fyrir að bólusettar konur fyllist falskri öryggiskennd þar sem þær telji að bólusetning sé allsherjar vörn gegn sjúkdómnum þegar staðreynd málsins er að bólusetningin nær aðeins til takmarkaðs fjölda þeirra stofna sem valda sjúkómnum. Nauðsynlegt er einnig að bæta greiningarmátt og skilvirkni leitarinnar með tæknibúnaði sem gerir kleift að greina með meiri nákvæmni þær konur sem hafa í reynd smitast af illkynja HPV-stofnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Árangur leghálskrabbameinsleitar hér á landi, sem hófst 1964, er ótvíræður. Nýgengi sjúkdómsins (fjöldi nýrra tilfella) hefur á síðustu áratugum lækkað um 71% og dánartíðnin um 93%. Þessi árangur hefur náðst vegna skipulagsbreytinga í leitarstarfinu eftir 1980 sem leiddi til þess að mæting í aldurshópnum 25-69 ára fór úr 50% 1980 í 82% 1992. Mætingin hefur þó síðan farið minnkandi og hefur síðustu fimm árin verið rúmlega 70% á þessum aldri og um 52% á aldrinum 20-24 ára. Blikur á loftiNú eru blikur á lofti þar sem á síðastliðnum tveimur árum hefur orðið aukning á greiningu lengra genginna krabbameina, aðallega meðal kvenna sem ekki hafa mætt eða mætt óreglulega til leitar. Það er ljóst að batahorfur fara eftir dreifingu sjúkdóms við greiningu. Þegar kona greinist á algeru byrjunarstigi nægir að fjarlægja krabbameinið með því að taka bita af leghálsinum (keiluskurður) en sú aðgerð hefur ekki áhrif á frjósemi konunnar. Hlutfall krabbameina á byrjunarstigi jókst úr 19% við upphaf leitar í 60% á tímabilinu 2005-2009 en hefur á síðustu tveimur árum lækkað á ný í 35% og hlutfall lengra genginna meina hefur aukist að sama skapi. Leghálskrabbamein og kynhegðanLjóst er að HPV-smit (Human papilloma virus) er forsenda þróunar leghálskrabbameins. Talið er að meira en 80% kvenna smitist einhvern tíma af þessari veiru. Þó ónæmiskerfið vinni bug á flestum þessara sýkinga er ljóst að áhætta á varanlegu HPV-smiti eykst með fjölda rekkjunauta og öðrum áhættuþáttum svo sem reykingum, öðru kynsmiti svo sem klamydíusýkingu og notkun getnaðarvarnarpillu. Á síðastliðnum áratugum hafa orðið breytingar á lífsstíl og kynhegðan yngri kvenna í hinum vestræna heimi. Íslensk rannsókn gefur til kynna að um 60% íslenskra kvenna byrji kynmök við 16 ára aldur, um 40% þeirra hafi við 18 ára aldur haft fleiri en fjóra rekkjunauta og ein af hverjum tólf hafi sögu um kynfæravörtur. Um 48% höfðu reykt, 26% höfðu greinst með kynfærasjúkdóma og um 92% hafa notað getnaðarvarnarpilluna. Þetta skýrir vafalaust þá aukningu sem orðið hefur í tíðni forstigsbreytinga og leghálskrabbameina. Áhrif HPV-bólusetningarTvö bóluefni, Gardasil® og Cervarex®, hafa verið þróuð gegn HPV-veirunni. Rannsóknir staðfesta að bólusetning með þremur sprautum á sex mánaða tímabili gefur nær 100% vörn gegn myndun alvarlegra forstigsbreytinga af völdum þeirra stofna (HPV 16/18) sem bóluefnin líkja eftir. Þessi vörn er þó háð því að konan sé ekki þegar sýkt af þessum stofnum fyrir bólusetningu eða sýkist af þeim á bólusetningartímanum. Megingalli bóluefnanna er sú staðreynd að þau innihalda aðeins ónæmisvaka gegn tveimur af um 17 stofnum veirunnar sem geta valdið leghálskrabbameini og eru talin gefa takmarkað ónæmi gegn öðrum stofnum veirunnar. Rannsóknir benda þannig til að bólusetning stúlkna fyrir kynþroskaaldur gagnist ekki sem vörn hjá um 30% kvenna sem nú greinast með leghálskrabbamein. Bólusetning 12 til 13 ára stúlkna hófst hér á landi á síðastliðnu hausti. Hvað ber að gera?Ljóst er að heilbrigðisyfirvöld þurfa að fræða konur um orsakir sjúkdómsins og mikilvægi reglulegrar mætingar til leitar, auk fræðslu til bólusettra kvenna um kosti og takmarkanir HPV-bólusetningar. Koma þarf í veg fyrir að bólusettar konur fyllist falskri öryggiskennd þar sem þær telji að bólusetning sé allsherjar vörn gegn sjúkdómnum þegar staðreynd málsins er að bólusetningin nær aðeins til takmarkaðs fjölda þeirra stofna sem valda sjúkómnum. Nauðsynlegt er einnig að bæta greiningarmátt og skilvirkni leitarinnar með tæknibúnaði sem gerir kleift að greina með meiri nákvæmni þær konur sem hafa í reynd smitast af illkynja HPV-stofnum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun