Guðmundur Andri og vinstri flokkarnir í Kópavogi Einar Ólafsson skrifar 20. júní 2012 06:00 Í síðustu sveitarstjórnarkosningum urðu þau tíðindi að tuttugu ára gamall meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks féll. Nýr meirihluti var myndaður af Samfylkingunni, VG og tveimur nýjum framboðum, Næst besta flokknum og Lista Kópavogsbúa. Þessi nýi meirihluti lenti svo í uppnámi í vetur sem endaði með því að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu nýjan meirihluta með Lista Kópavogsbúa. Þeirri hugmynd hefur löngum verið haldið á lofti að vinstri mönnum mistakist oftar en ekki að halda um stjórnartaumana, þeir geti ekki komið sér saman og klúðri málunum fyrr eða síðar. Ég veit ekki um neina könnun sem sýnir fram á réttmæti þessarar kenningar. Hinn ágæti fastapenni Fréttablaðsins, Guðmundur Andri Thorsson, tók undir þessa kenningu í pistli í Fréttablaðinu 23. janúar: „Vinstri menn virðast hreinlega ekki í rónni fyrr en þeim hefur tekist að sannfæra hvern einasta landsmann um að kjósa aldrei framar vinstri flokk, hverju nafni sem hann nefnist,“ segir hann og nefnir vinstri flokkana í Kópavogi sem dæmi: „Sumir hafa nú þegar hent frá sér völdunum og selt Sjálfstæðismönnum sjálfdæmi nú þegar, eins og gerðist í Kópavogi.“ Vissulega hefur Guðmundur Andri ekki hlíft hægri mönnum í skrifum sínum og í pistli 18. júní tekur hann þá á beinið, meðal annarra hinn nýja bæjarstjóra í Kópavogi. En í framhjáhlaupi endurtekur hann kenninguna frá í janúar. Hann getur þess að Kópavogsbúar hafi gert tilraun til að hafna Sjálfstæðisflokknum í síðustu kosningum, en „allt kom fyrir ekki: vinstri flokkarnir linntu ekki látum fyrr en þeir höfðu komið Sjálfstæðismönnum til valda á ný.“ Nú var talsvert fjallað um stjórnarkreppuna í Kópavogi í janúar og 23. janúar lá það fyrir í grófum dráttum hvað hafði gerst. Ágreiningur hafði komið upp í meirihlutanum varðandi uppsögn bæjarstjórans. Bæjarfulltrúi Næst besta flokksins brást við með því að segja sig úr meirihlutanum. Hér skal ekki eytt rúmi í að rekja tildrögin að því, en það er vægast sagt hæpið að kenna vinstri flokkunum um það. Þvert á móti, þegar þeir stóðu frammi fyrir því að meirihlutinn var sprunginn brugðust þeir við með því að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að koma honum aftur saman. Þegar það tókst ekki reyndu þeir að koma á nýjum meirihluta án Sjálfstæðisflokks. Þegar ljóst var að það tækist ekki reyndu þeir að semja við Sjálfstæðisflokkinn, en lýstu jafnframt yfir að þeir mundu starfa saman, þannig að tryggt yrði að staða vinstri manna yrði þokkalega sterk í nýjum meirihluta, þótt ekki yrði komist hjá aðild Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar komust þó aldrei á formlegt stig þar eð Listi Kópavogsbúa gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og myndaði nýjan meirihluta með þeim. Guðmundur Andri snýr því öllu á haus með því að segja að vinstri flokkarnir í Kópavogi hafi hent frá sér völdunum, selt Sjálfstæðismönnum sjálfdæmi og ekki linnt látunum fyrr en þeir hafi komið þeim til valda á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Í síðustu sveitarstjórnarkosningum urðu þau tíðindi að tuttugu ára gamall meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks féll. Nýr meirihluti var myndaður af Samfylkingunni, VG og tveimur nýjum framboðum, Næst besta flokknum og Lista Kópavogsbúa. Þessi nýi meirihluti lenti svo í uppnámi í vetur sem endaði með því að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu nýjan meirihluta með Lista Kópavogsbúa. Þeirri hugmynd hefur löngum verið haldið á lofti að vinstri mönnum mistakist oftar en ekki að halda um stjórnartaumana, þeir geti ekki komið sér saman og klúðri málunum fyrr eða síðar. Ég veit ekki um neina könnun sem sýnir fram á réttmæti þessarar kenningar. Hinn ágæti fastapenni Fréttablaðsins, Guðmundur Andri Thorsson, tók undir þessa kenningu í pistli í Fréttablaðinu 23. janúar: „Vinstri menn virðast hreinlega ekki í rónni fyrr en þeim hefur tekist að sannfæra hvern einasta landsmann um að kjósa aldrei framar vinstri flokk, hverju nafni sem hann nefnist,“ segir hann og nefnir vinstri flokkana í Kópavogi sem dæmi: „Sumir hafa nú þegar hent frá sér völdunum og selt Sjálfstæðismönnum sjálfdæmi nú þegar, eins og gerðist í Kópavogi.“ Vissulega hefur Guðmundur Andri ekki hlíft hægri mönnum í skrifum sínum og í pistli 18. júní tekur hann þá á beinið, meðal annarra hinn nýja bæjarstjóra í Kópavogi. En í framhjáhlaupi endurtekur hann kenninguna frá í janúar. Hann getur þess að Kópavogsbúar hafi gert tilraun til að hafna Sjálfstæðisflokknum í síðustu kosningum, en „allt kom fyrir ekki: vinstri flokkarnir linntu ekki látum fyrr en þeir höfðu komið Sjálfstæðismönnum til valda á ný.“ Nú var talsvert fjallað um stjórnarkreppuna í Kópavogi í janúar og 23. janúar lá það fyrir í grófum dráttum hvað hafði gerst. Ágreiningur hafði komið upp í meirihlutanum varðandi uppsögn bæjarstjórans. Bæjarfulltrúi Næst besta flokksins brást við með því að segja sig úr meirihlutanum. Hér skal ekki eytt rúmi í að rekja tildrögin að því, en það er vægast sagt hæpið að kenna vinstri flokkunum um það. Þvert á móti, þegar þeir stóðu frammi fyrir því að meirihlutinn var sprunginn brugðust þeir við með því að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að koma honum aftur saman. Þegar það tókst ekki reyndu þeir að koma á nýjum meirihluta án Sjálfstæðisflokks. Þegar ljóst var að það tækist ekki reyndu þeir að semja við Sjálfstæðisflokkinn, en lýstu jafnframt yfir að þeir mundu starfa saman, þannig að tryggt yrði að staða vinstri manna yrði þokkalega sterk í nýjum meirihluta, þótt ekki yrði komist hjá aðild Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar komust þó aldrei á formlegt stig þar eð Listi Kópavogsbúa gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og myndaði nýjan meirihluta með þeim. Guðmundur Andri snýr því öllu á haus með því að segja að vinstri flokkarnir í Kópavogi hafi hent frá sér völdunum, selt Sjálfstæðismönnum sjálfdæmi og ekki linnt látunum fyrr en þeir hafi komið þeim til valda á ný.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar