Ísak herjar á Bandaríkin 29. ágúst 2012 02:00 Hitabeltisstormurinn Ísak var síðdegis í gær orðinn að fellibyl og stefndi að norðurströnd Mexíkóflóa, þar sem hann ógnaði íbúum í Louisiana og þremur öðrum ríkjum. Veðurhamurinn hafði þá þegar kostað tugi manna lífið á Haítí og í Dóminíkanska lýðveldinu, ásamt því að gera mikinn usla á Kúbu þegar hann mjakaði sér yfir Karíbahafið. Nákvæmlega sjö ár eru liðin í dag frá því fellibylurinn Katrína skall á Louisiana og lagði meðal annars heilu hverfin í New Orleans í rúst. Katrína kostaði hátt í tvö þúsund manns lífið og varð þar með einn af fimm mannskæðustu fellibyljum í sögu Bandaríkjanna. Ekki var búist við að Ísak ylli nærri jafn miklu tjóni og Katarína, enda engan veginn jafn öflugur. Vindstyrkurinn í Katrínu náði allt að 78 metrum á sekúndu, en Ísak var í gær farinn að nálgast um eða yfir 40 metra á sekúndu – vindstyrk sem Íslendingum er ekki ókunnugur. Það var einkum flóðahættan sem olli Bandaríkjamönnum áhyggjum, enda fylgdi veðrinu úrhellisrigning. Víða var unnið hörðum höndum að því að styrkja flóðvarnargarða, auk þess sem íbúum var ráðlagt að yfirgefa mestu hættusvæðin og leita skjóls í þar til ætluðum neyðarskýlum. „Nú er ekki tími til að storka örlögunum," sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í sjónvarpsávarpi í gær, þar sem hann hvatti íbúa til að fara að ráðleggingum stjórnvalda: „Þið verðið að taka þetta alvarlega." George W. Bush, forveri Obama í embætti, var sakaður um að hafa ekki staðið sig nógu vel árið 2005 þegar Katrína hamaðist á New Orleans. Björgunarstarf virtist illa skipulagt og uppbygging gekk hægt fyrir sig. Félagar Bush í Repúblikanaflokknum fengu hins vegar að kenna á Ísak strax í gær, þar sem þeir sátu á landsþingi flokksins í borginni Tampa á vestanverðum Flórídaskaga. Stytta þurfti landsþingið um einn dag, úr fjórum í þrjá, og svo virtist fréttaflutningur af fellibylnum ætla að kaffæra að stórum hluta fréttir af þinginu, sem er einn stærsti viðburðurinn í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember, þar sem flokksfélagar hafa meðal annars formlega samþykkt að Mitt Romney verði forsetaefni þeirra gegn Obama. Úrkoman mikla, sem fylgir Ísak, er bændum og öðrum ræktendum í suðurríkjum Bandaríkjanna hins vegar fagnaðarefni, enda hafa miklir þurrkar eyðilagt uppskeru víða þar í sumar. Hugsanlega kemur þessi úrkoma samt of seint og sumir óttast að hún verði það mikil, að hún geri hreinlega illt verra. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Sjá meira
Hitabeltisstormurinn Ísak var síðdegis í gær orðinn að fellibyl og stefndi að norðurströnd Mexíkóflóa, þar sem hann ógnaði íbúum í Louisiana og þremur öðrum ríkjum. Veðurhamurinn hafði þá þegar kostað tugi manna lífið á Haítí og í Dóminíkanska lýðveldinu, ásamt því að gera mikinn usla á Kúbu þegar hann mjakaði sér yfir Karíbahafið. Nákvæmlega sjö ár eru liðin í dag frá því fellibylurinn Katrína skall á Louisiana og lagði meðal annars heilu hverfin í New Orleans í rúst. Katrína kostaði hátt í tvö þúsund manns lífið og varð þar með einn af fimm mannskæðustu fellibyljum í sögu Bandaríkjanna. Ekki var búist við að Ísak ylli nærri jafn miklu tjóni og Katarína, enda engan veginn jafn öflugur. Vindstyrkurinn í Katrínu náði allt að 78 metrum á sekúndu, en Ísak var í gær farinn að nálgast um eða yfir 40 metra á sekúndu – vindstyrk sem Íslendingum er ekki ókunnugur. Það var einkum flóðahættan sem olli Bandaríkjamönnum áhyggjum, enda fylgdi veðrinu úrhellisrigning. Víða var unnið hörðum höndum að því að styrkja flóðvarnargarða, auk þess sem íbúum var ráðlagt að yfirgefa mestu hættusvæðin og leita skjóls í þar til ætluðum neyðarskýlum. „Nú er ekki tími til að storka örlögunum," sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í sjónvarpsávarpi í gær, þar sem hann hvatti íbúa til að fara að ráðleggingum stjórnvalda: „Þið verðið að taka þetta alvarlega." George W. Bush, forveri Obama í embætti, var sakaður um að hafa ekki staðið sig nógu vel árið 2005 þegar Katrína hamaðist á New Orleans. Björgunarstarf virtist illa skipulagt og uppbygging gekk hægt fyrir sig. Félagar Bush í Repúblikanaflokknum fengu hins vegar að kenna á Ísak strax í gær, þar sem þeir sátu á landsþingi flokksins í borginni Tampa á vestanverðum Flórídaskaga. Stytta þurfti landsþingið um einn dag, úr fjórum í þrjá, og svo virtist fréttaflutningur af fellibylnum ætla að kaffæra að stórum hluta fréttir af þinginu, sem er einn stærsti viðburðurinn í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember, þar sem flokksfélagar hafa meðal annars formlega samþykkt að Mitt Romney verði forsetaefni þeirra gegn Obama. Úrkoman mikla, sem fylgir Ísak, er bændum og öðrum ræktendum í suðurríkjum Bandaríkjanna hins vegar fagnaðarefni, enda hafa miklir þurrkar eyðilagt uppskeru víða þar í sumar. Hugsanlega kemur þessi úrkoma samt of seint og sumir óttast að hún verði það mikil, að hún geri hreinlega illt verra. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“