Ísak herjar á Bandaríkin 29. ágúst 2012 02:00 Hitabeltisstormurinn Ísak var síðdegis í gær orðinn að fellibyl og stefndi að norðurströnd Mexíkóflóa, þar sem hann ógnaði íbúum í Louisiana og þremur öðrum ríkjum. Veðurhamurinn hafði þá þegar kostað tugi manna lífið á Haítí og í Dóminíkanska lýðveldinu, ásamt því að gera mikinn usla á Kúbu þegar hann mjakaði sér yfir Karíbahafið. Nákvæmlega sjö ár eru liðin í dag frá því fellibylurinn Katrína skall á Louisiana og lagði meðal annars heilu hverfin í New Orleans í rúst. Katrína kostaði hátt í tvö þúsund manns lífið og varð þar með einn af fimm mannskæðustu fellibyljum í sögu Bandaríkjanna. Ekki var búist við að Ísak ylli nærri jafn miklu tjóni og Katarína, enda engan veginn jafn öflugur. Vindstyrkurinn í Katrínu náði allt að 78 metrum á sekúndu, en Ísak var í gær farinn að nálgast um eða yfir 40 metra á sekúndu – vindstyrk sem Íslendingum er ekki ókunnugur. Það var einkum flóðahættan sem olli Bandaríkjamönnum áhyggjum, enda fylgdi veðrinu úrhellisrigning. Víða var unnið hörðum höndum að því að styrkja flóðvarnargarða, auk þess sem íbúum var ráðlagt að yfirgefa mestu hættusvæðin og leita skjóls í þar til ætluðum neyðarskýlum. „Nú er ekki tími til að storka örlögunum," sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í sjónvarpsávarpi í gær, þar sem hann hvatti íbúa til að fara að ráðleggingum stjórnvalda: „Þið verðið að taka þetta alvarlega." George W. Bush, forveri Obama í embætti, var sakaður um að hafa ekki staðið sig nógu vel árið 2005 þegar Katrína hamaðist á New Orleans. Björgunarstarf virtist illa skipulagt og uppbygging gekk hægt fyrir sig. Félagar Bush í Repúblikanaflokknum fengu hins vegar að kenna á Ísak strax í gær, þar sem þeir sátu á landsþingi flokksins í borginni Tampa á vestanverðum Flórídaskaga. Stytta þurfti landsþingið um einn dag, úr fjórum í þrjá, og svo virtist fréttaflutningur af fellibylnum ætla að kaffæra að stórum hluta fréttir af þinginu, sem er einn stærsti viðburðurinn í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember, þar sem flokksfélagar hafa meðal annars formlega samþykkt að Mitt Romney verði forsetaefni þeirra gegn Obama. Úrkoman mikla, sem fylgir Ísak, er bændum og öðrum ræktendum í suðurríkjum Bandaríkjanna hins vegar fagnaðarefni, enda hafa miklir þurrkar eyðilagt uppskeru víða þar í sumar. Hugsanlega kemur þessi úrkoma samt of seint og sumir óttast að hún verði það mikil, að hún geri hreinlega illt verra. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Hitabeltisstormurinn Ísak var síðdegis í gær orðinn að fellibyl og stefndi að norðurströnd Mexíkóflóa, þar sem hann ógnaði íbúum í Louisiana og þremur öðrum ríkjum. Veðurhamurinn hafði þá þegar kostað tugi manna lífið á Haítí og í Dóminíkanska lýðveldinu, ásamt því að gera mikinn usla á Kúbu þegar hann mjakaði sér yfir Karíbahafið. Nákvæmlega sjö ár eru liðin í dag frá því fellibylurinn Katrína skall á Louisiana og lagði meðal annars heilu hverfin í New Orleans í rúst. Katrína kostaði hátt í tvö þúsund manns lífið og varð þar með einn af fimm mannskæðustu fellibyljum í sögu Bandaríkjanna. Ekki var búist við að Ísak ylli nærri jafn miklu tjóni og Katarína, enda engan veginn jafn öflugur. Vindstyrkurinn í Katrínu náði allt að 78 metrum á sekúndu, en Ísak var í gær farinn að nálgast um eða yfir 40 metra á sekúndu – vindstyrk sem Íslendingum er ekki ókunnugur. Það var einkum flóðahættan sem olli Bandaríkjamönnum áhyggjum, enda fylgdi veðrinu úrhellisrigning. Víða var unnið hörðum höndum að því að styrkja flóðvarnargarða, auk þess sem íbúum var ráðlagt að yfirgefa mestu hættusvæðin og leita skjóls í þar til ætluðum neyðarskýlum. „Nú er ekki tími til að storka örlögunum," sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í sjónvarpsávarpi í gær, þar sem hann hvatti íbúa til að fara að ráðleggingum stjórnvalda: „Þið verðið að taka þetta alvarlega." George W. Bush, forveri Obama í embætti, var sakaður um að hafa ekki staðið sig nógu vel árið 2005 þegar Katrína hamaðist á New Orleans. Björgunarstarf virtist illa skipulagt og uppbygging gekk hægt fyrir sig. Félagar Bush í Repúblikanaflokknum fengu hins vegar að kenna á Ísak strax í gær, þar sem þeir sátu á landsþingi flokksins í borginni Tampa á vestanverðum Flórídaskaga. Stytta þurfti landsþingið um einn dag, úr fjórum í þrjá, og svo virtist fréttaflutningur af fellibylnum ætla að kaffæra að stórum hluta fréttir af þinginu, sem er einn stærsti viðburðurinn í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember, þar sem flokksfélagar hafa meðal annars formlega samþykkt að Mitt Romney verði forsetaefni þeirra gegn Obama. Úrkoman mikla, sem fylgir Ísak, er bændum og öðrum ræktendum í suðurríkjum Bandaríkjanna hins vegar fagnaðarefni, enda hafa miklir þurrkar eyðilagt uppskeru víða þar í sumar. Hugsanlega kemur þessi úrkoma samt of seint og sumir óttast að hún verði það mikil, að hún geri hreinlega illt verra. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira