Lífið

Bíða með barneignir

Miley Cyrus og Liam Hemsworth ætla að bíða með barneignir.nordicphotos/getty
Miley Cyrus og Liam Hemsworth ætla að bíða með barneignir.nordicphotos/getty
Söngkonan Miley Cyrus trúlofaðist leikaranum Liam Hemsworth í lok maí en er þó ekki tilbúin í barneignir strax ef marka má frétt The Enquirer.

Hemsworth á að hafa bryddað upp á umræðuefninu eftir að bróðir hans, leikarinn Chris Hemsworth, eignaðist sitt fyrsta barn fyrir skemmstu. „Miley sagði honum að það kæmi ekki til greina. Hún vill ekki einu sinni íhuga málið fyrr en í fyrsta lagi eftir fimm ár," hafði tímaritið eftir heimildarmanni. Nægur tími er til stefnu fyrir hið unga par því Cyrus er ekki nema nítján ára gömul og Hemsworth 22 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.