Fótbolti

Cristiano Ronaldo var sáttur við að taka síðustu spyrnuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Mynd/Nordic Photos/Getty
Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu sátu eftir með sárt ennið eftir undanúrslitaleikinn á EM á móti Spánverjum í gær. Spánn vann 4-2 í vítakeppni og Ronaldo fékk ekki einu sinni að taka síðustu spyrnuna í vítkeppninni.

„Ég ætlaði að taka fimmta vítið en svo klikkuðum við á tveimur spyrnum. Stundum tek ég fyrsta vítið, stundum annað eða þriðja. Ég var samþykkur því að taka fimmta vítið," sagði Cristiano Ronaldo.

„Þetta snérist bara um að ég og þjálfarinn töluðum saman. Hann spurði mig hvort ég væri klár í að taka fimmtu vítaspyrnuna og ég sagði já," sagði Ronaldo.

„Ég vona að Spánn vinni Evrópumótið því ég á marga vini í liðinu og svo spila ég líka á Spáni. Þetta verður samt erfiður úrslitaleikur fyrir þá," sagði Ronaldo.

„Það var ósköp venjulegt að spila á móti Real Madrid leikmönnunum. Við erum vinir utan vallar en ekki innan hans. Ég gerði mitt besta í leiknum og sáttur við mína frammistöðu. Við áttum skilið að komast í úrslitaleikinn en höfðum ekki heppnina með okkur," sagði Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×