Kvikmyndadómur um Starbuck: Faðir vor 7. júlí 2012 10:00 Starbuck er skotheld gamanmynd fyrir unga sem aldna. Leikstjórn: Ken Scott Leikarar: Patrick Huard, Julie LeBreton, Antoine Bertrand, Igor Ovadis David Wozniak er sannkallaður samfélagsdragbítur. Hann stendur sig illa í vinnunni, ólétt kærastan er að gefast upp á honum og handrukkarar sitja um hann. Sem ungur maður vandi hann komur sínar í sæðisbanka og nú, um það bil 20 árum síðar, fær hann þær fregnir að hann sé faðir 533 barna. Ástæða þess að honum berast fregnirnar er sú að 142 barnanna hafa stefnt sæðisbankanum og krefjast þess að nafnleynd blóðföðurins verði aflétt. Sem gamanmynd er Starbuck vel heppnuð og það er sprenghlægilegt að fylgjast með aumingja sæðisgjafanum njósna um uppkomin afkvæmi sín. Myndin gefur sér góðan tíma í að kynna persónur og aðstæður og fléttar söguna af afslappandi öryggi. Það er Patrick Huard sem fer með aðalhlutverkið og gerir það vel, og þó Wosniak sé með allt niðrum sig er hann ávallt með áhorfendur á sínu bandi. Grínið er gott án þess að verða nokkurn tímann yfirgengilegt, og merkilegt nokk þá virkar þessi lygilega saga trúverðug á köflum. En innan um léttleikann leynist kaldur raunveruleiki og það er í dramatísku senum Starbuck sem flugeldunum er skotið á loft. Verri leikstjóri hefði klúðrað þessum atriðum og gert þau óþolandi en Ken Scott heldur vel á spöðunum og forðast tilgerðarlega tilfinningasemi. Útkoman er því nær skotheld gamanmynd fyrir unga sem aldna. Ég verð þó að gera athugasemd við arfaslakt sýningareintak myndarinnar, en óskýr pixlasúpan gerir það að verkum að sýningargesti á fremri bekkjum fer að gruna að verið sé að streyma myndina af Youtube. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Sitjið aftarlega og skemmtið ykkur vel. Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Lífið samstarf Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Leikstjórn: Ken Scott Leikarar: Patrick Huard, Julie LeBreton, Antoine Bertrand, Igor Ovadis David Wozniak er sannkallaður samfélagsdragbítur. Hann stendur sig illa í vinnunni, ólétt kærastan er að gefast upp á honum og handrukkarar sitja um hann. Sem ungur maður vandi hann komur sínar í sæðisbanka og nú, um það bil 20 árum síðar, fær hann þær fregnir að hann sé faðir 533 barna. Ástæða þess að honum berast fregnirnar er sú að 142 barnanna hafa stefnt sæðisbankanum og krefjast þess að nafnleynd blóðföðurins verði aflétt. Sem gamanmynd er Starbuck vel heppnuð og það er sprenghlægilegt að fylgjast með aumingja sæðisgjafanum njósna um uppkomin afkvæmi sín. Myndin gefur sér góðan tíma í að kynna persónur og aðstæður og fléttar söguna af afslappandi öryggi. Það er Patrick Huard sem fer með aðalhlutverkið og gerir það vel, og þó Wosniak sé með allt niðrum sig er hann ávallt með áhorfendur á sínu bandi. Grínið er gott án þess að verða nokkurn tímann yfirgengilegt, og merkilegt nokk þá virkar þessi lygilega saga trúverðug á köflum. En innan um léttleikann leynist kaldur raunveruleiki og það er í dramatísku senum Starbuck sem flugeldunum er skotið á loft. Verri leikstjóri hefði klúðrað þessum atriðum og gert þau óþolandi en Ken Scott heldur vel á spöðunum og forðast tilgerðarlega tilfinningasemi. Útkoman er því nær skotheld gamanmynd fyrir unga sem aldna. Ég verð þó að gera athugasemd við arfaslakt sýningareintak myndarinnar, en óskýr pixlasúpan gerir það að verkum að sýningargesti á fremri bekkjum fer að gruna að verið sé að streyma myndina af Youtube. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Sitjið aftarlega og skemmtið ykkur vel.
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Lífið samstarf Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning