Erlent

Sértrúarsöfnuður myrti og át sjö galdramenn

Lögreglan í Nýju Papúa Gíneu hefur handtekið 29 meðlimi sértrúarsafnaðar þar í landi, þar af átta konur, sem lagði stund á mannát.

Talið er að söfnuðurinn hafi myrt sjö manns, sem störfuðu sem galdramenn, borðað heila þeirra og síðan soðið sér súpu úr kynfærunum.

Í frétt um málið á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 segir að alls telji söfnuður þessi um 1.000 manns en hann var stofnaður til þess að berjast gegn galdramönnum sem byrjaðir voru að taka of mikið fé fyrir þjónustu sína og kynlífsgreiða þar að auki.

Söfnuðurinn taldi að með því að borða galdramennina myndu kraftar þeirra færast yfir á safnaðarmeðlimina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×