Erlent

Condolezza Rice líkleg sem varaforsetaefni Romney

Auknar líkur eru taldar á því að Condolezza Rice fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna verði varaforsetaefni Mitt Romney í komandi forsetakosningum þar í landi.

Þetta kemur fram á vefsíðunni Drudge Report. Þar er haft eftir heimildum að Romney muni tilkynna varaforsetaefni sitt á næstunni og að Rice sé í efsta sæti á lista hans yfir þá sem koma til greina.

Orðrómur um að Rice verði varaforsetaefni Romney komst á flug fyrir nokkrum vikum þegar Rice fékk langt standandi lófaklapp á kosningafundi með Romney í ríkinu Utah.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×