Erlent

Annan fordæmir fjöldamorðin í Sýrlandi

Robert Mood, undirhershöfðingi, leiðtogi eftirlitsmanna Sameinuðu Þjóðanna í Sýrlandi.
Robert Mood, undirhershöfðingi, leiðtogi eftirlitsmanna Sameinuðu Þjóðanna í Sýrlandi. mynd/AFP
Kofi Annan, friðarsamningamaður Sameinuðu Þjóðanna og Arabandalagsins, sagði í dag að fjöldamorðin í þorpinu Tremesh í Homs-héraði í gær væru hneykslanleg og ófyrirleitin.

Fregnir hafa borist af því að allt að 200 almennir borgarar hafi verið myrtir af sýrlenska stjórnarhernum og vígamönnum.

Reynist þetta vera rétt er um mesta staka blóðbaðið sem átt hefur sér stað síðan stjórnarbyltingin í Sýrlandi hófst á síðasta ári.

Ríkisfjölmiðlar í Sýrlandi fullyrða að erlendir hryðjuverkamenn hafi staðið að baki fjöldamorðunum og að tilgangur þeirra hafi verið að móta almenningsálit og að fá sýrlendinga til að kalla eftir hernaðaríhlutun í landinu.

Eftirlitsmenn Sameinuðu Þjóðanna hafa aðeins nokkra daga til að ganga frá verkefnum sínum. Öryggisráðið hefur ekki komist að samkomulagi um framlengingu á dvöl þeirra í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×