Bólguseðill Hannes Pétursson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Orðið dýrtíð klingdi seint og snemma við eyrum okkar sem munum aftur til miðrar aldarinnar sem leið, dýrtíð og samsetningar eins og dýrtíðarvandi og dýrtíðarráðstafanir. Hetjur strituðu við dýrtíðina eins og Sisýfos við bjargið í goðsögunni, en ekki til neins, allt var það ónýtt erfiði. Dýrtíðin át í sig innmatinn úr krónunni jafnt og þétt. En viti menn! Þar kom að orðið dýrtíð steinhætti að heyrast. Það þótti ekki lengur nógu áhrifaríkt til að tjá uppdráttarsýki gjaldmiðilsins. Nýtt orð hóf sigurgöngu: verðbólga. Sú bólga varð hins vegar brátt svo skæð að alþingismenn og aðrir stólpar þjóðlífsins höfðu vart undan við að smíða verðbólgu-samsetningar til áherzlu. „Íslenzkan er orða frjósöm móðir,/ekki þarf að sníkja, bræður góðir“ kvað Bólu-Hjálmar. Landsfeður tóku á öllu sínu hugmyndaflugi, sóttu líkingar í verkfærakistuna og urðu þá til verðbólguhjólið og verðbólguskrúfan, í þjóðsögur og töluðu brúnasíðir um verðbólguskessuna og verðbólgudrauginn, þar á ofan um verðbólguhítina og verðbólgubálið. Að lokum hrökk ekkert þessara hugtaka til að lýsa „víxlverkun kaupgjalds og verðlags“, allt var komið á slíka fleygiferð niður í móti að ennþá nýrra orð sprengdi öll hin af sér með látum: óðaverðbólga. Eftir að nokkuð hafði hægzt um í bili hófust svo verðbólguskotin. Orðliðurinn skot hlýtur að hafa hér merkinguna niðurgangur, skita (sbr. magaskot). Nú hafa þau skot komið hvert af öðru, enda „víxlverkun kaupgjalds og verðlags“ á sínum stað. Maður er farinn að kannast við sig aftur, verðbólgan hérlendis orðin meiri en í nokkru nálægu landi öðru þrátt fyrir gjaldeyrishöft og guð má vita hvað fleira til varnar. Verðbólguskitan er hluti af „íslenzku leiðinni“ svonefndu. Í því skyni að tákngera horbjúg íslenzku krónunnar betur en áður stendur til að gefa út nýjan verðbólguseðil, tíuþúsundkall. Og er ætlunin að mynd af Jónasi Hallgrímssyni prýði seðilinn, einnig mynd af heiðlóu sem vorboða. Vorboði Jónasar var reyndar þröstur. Svo er hitt að Jónas Hallgrímsson dó blásnauður, var jarðsunginn á kostnað annarra. Kannski á því seðillinn meðfram að vera vísbending um hliðstæð sögulok hins íslenzka krónubúskapar og væri það vel til fundið. Í eðli sínu er gott og gilt að prýða peningaseðla með myndum stórmenna liðins tíma eins og alsiða hefur verið hér og víða um lönd, svo sem til brýningar og eflingar fjármálaviti þegnanna. Sú hefð hefur þó engu skilað á meðal vor. Jón forseti, Brynjólfur biskup Sveinsson, Hannes Hafstein, Einar Benediktsson og enn fleiri urðu í áranna rás að litlum körlum hver á sínum seðli, í fullu samræmi við snúningshraða verðbólguhjólsins. Og er athugandi hvort nú væri ekki rökrétt að taka upp annan sið, þannig að valin yrði mynd af einhverjum sem naut ekki mikils álits út á við í lífinu fremur en íslenzka krónan um þessar mundir. Til er fjöldi ljósmynda af íslenzkum körlum og konum sem stóðu höllum fæti. Mér myndi lítast vel á Sæfinn á sextán skóm. Hann safnaði hlunkum og smáeyringum og geymdi þá haganlega. „Íslenzka leiðin“ er svo markverð að til greina kæmi að hafa nýja bólguseðilinn tvískiptan: á annarri hlið hans væri vísað til innlendrar krónu, á hinni til aflandskrónu. Og vegna þess að engir standa tryggari vörð en Heimssýnarmenn um fullveldisrétt verðbólgudraugsins þætti mér einsýnt að velja mynd af formanni þeirra samtaka á seðilinn, ef tekið yrði til þessara bragða. Að vísu kæmi þá upp álitamál um það á hvorri hliðinni Ásmundur úr Dölum ætti að vera og á hvorri Sæfinnur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Orðið dýrtíð klingdi seint og snemma við eyrum okkar sem munum aftur til miðrar aldarinnar sem leið, dýrtíð og samsetningar eins og dýrtíðarvandi og dýrtíðarráðstafanir. Hetjur strituðu við dýrtíðina eins og Sisýfos við bjargið í goðsögunni, en ekki til neins, allt var það ónýtt erfiði. Dýrtíðin át í sig innmatinn úr krónunni jafnt og þétt. En viti menn! Þar kom að orðið dýrtíð steinhætti að heyrast. Það þótti ekki lengur nógu áhrifaríkt til að tjá uppdráttarsýki gjaldmiðilsins. Nýtt orð hóf sigurgöngu: verðbólga. Sú bólga varð hins vegar brátt svo skæð að alþingismenn og aðrir stólpar þjóðlífsins höfðu vart undan við að smíða verðbólgu-samsetningar til áherzlu. „Íslenzkan er orða frjósöm móðir,/ekki þarf að sníkja, bræður góðir“ kvað Bólu-Hjálmar. Landsfeður tóku á öllu sínu hugmyndaflugi, sóttu líkingar í verkfærakistuna og urðu þá til verðbólguhjólið og verðbólguskrúfan, í þjóðsögur og töluðu brúnasíðir um verðbólguskessuna og verðbólgudrauginn, þar á ofan um verðbólguhítina og verðbólgubálið. Að lokum hrökk ekkert þessara hugtaka til að lýsa „víxlverkun kaupgjalds og verðlags“, allt var komið á slíka fleygiferð niður í móti að ennþá nýrra orð sprengdi öll hin af sér með látum: óðaverðbólga. Eftir að nokkuð hafði hægzt um í bili hófust svo verðbólguskotin. Orðliðurinn skot hlýtur að hafa hér merkinguna niðurgangur, skita (sbr. magaskot). Nú hafa þau skot komið hvert af öðru, enda „víxlverkun kaupgjalds og verðlags“ á sínum stað. Maður er farinn að kannast við sig aftur, verðbólgan hérlendis orðin meiri en í nokkru nálægu landi öðru þrátt fyrir gjaldeyrishöft og guð má vita hvað fleira til varnar. Verðbólguskitan er hluti af „íslenzku leiðinni“ svonefndu. Í því skyni að tákngera horbjúg íslenzku krónunnar betur en áður stendur til að gefa út nýjan verðbólguseðil, tíuþúsundkall. Og er ætlunin að mynd af Jónasi Hallgrímssyni prýði seðilinn, einnig mynd af heiðlóu sem vorboða. Vorboði Jónasar var reyndar þröstur. Svo er hitt að Jónas Hallgrímsson dó blásnauður, var jarðsunginn á kostnað annarra. Kannski á því seðillinn meðfram að vera vísbending um hliðstæð sögulok hins íslenzka krónubúskapar og væri það vel til fundið. Í eðli sínu er gott og gilt að prýða peningaseðla með myndum stórmenna liðins tíma eins og alsiða hefur verið hér og víða um lönd, svo sem til brýningar og eflingar fjármálaviti þegnanna. Sú hefð hefur þó engu skilað á meðal vor. Jón forseti, Brynjólfur biskup Sveinsson, Hannes Hafstein, Einar Benediktsson og enn fleiri urðu í áranna rás að litlum körlum hver á sínum seðli, í fullu samræmi við snúningshraða verðbólguhjólsins. Og er athugandi hvort nú væri ekki rökrétt að taka upp annan sið, þannig að valin yrði mynd af einhverjum sem naut ekki mikils álits út á við í lífinu fremur en íslenzka krónan um þessar mundir. Til er fjöldi ljósmynda af íslenzkum körlum og konum sem stóðu höllum fæti. Mér myndi lítast vel á Sæfinn á sextán skóm. Hann safnaði hlunkum og smáeyringum og geymdi þá haganlega. „Íslenzka leiðin“ er svo markverð að til greina kæmi að hafa nýja bólguseðilinn tvískiptan: á annarri hlið hans væri vísað til innlendrar krónu, á hinni til aflandskrónu. Og vegna þess að engir standa tryggari vörð en Heimssýnarmenn um fullveldisrétt verðbólgudraugsins þætti mér einsýnt að velja mynd af formanni þeirra samtaka á seðilinn, ef tekið yrði til þessara bragða. Að vísu kæmi þá upp álitamál um það á hvorri hliðinni Ásmundur úr Dölum ætti að vera og á hvorri Sæfinnur.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun