Ruglingsleg þjóðaratkvæðagreiðsla Birgir Ármannsson skrifar 30. ágúst 2012 06:00 Í grein hér í blaðinu sl. miðvikudag víkur Þorkell Helgason, fyrrverandi stjórnlagaráðsmaður, nokkuð að þeim spurningum, sem leggja á fyrir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem innanríkisráðuneytið hefur auglýst að fara eigi fram þann 20. október nk. Eins og fram kemur í greininni er ráðgert að spyrja annars vegar almennt hvort fólk sé fylgjandi því eða andvígt að tillögur stjórnlagaráðs frá síðasta ári verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, og hins vegar er spurt um afstöðu til fimm tiltekinna álitamála, sem tengjast stjórnarskránni. Þorkell lætur þess getið, að sé fólk sammála tillögu stjórnlagaráðs í einu og öllu hljóti það að svara almennu spurningunni og fjórum sértæku spurninganna játandi en einni, þeirri sem tengist þjóðkirkjunni, neitandi. Þetta má vera rétt, svo langt sem það nær. Þessi orð lýsa hins vegar valmöguleikum kjósenda, og túlkunarmöguleikum í þessu sambandi, aðeins að mjög takmörkuðu leyti. Þannig að sjá má fyrir sér að allmargir kjósendur geti hugsað sér að svara flestum ef ekki öllum sértæku spurningum játandi, en almennu spurningunni um afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs neitandi. Það er ekkert sem útilokar að kjósendur leggist gegn því að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, þótt þeir geti fyrir sitt leyti svarað hinum spurningunum játandi. Kjósandi getur verið fylgjandi því að auka vægi þjóðaratkvæðagreiðslna og að atkvæðisréttur í landinu verði jafn, svo dæmi séu tekin, en verið alfarið andvígur útfærslu þessara atriða í tillögum stjórnlagaráðs – eða einfaldlega mjög á móti einhverjum öðrum atriðum í tillögum ráðsins. Þessu til skýringar er einfaldast að benda á, að í sértæku spurningunum fimm er orðalagið með þeim hætti, að ekki er vísað til tiltekinna ákvæða eða útfærslna í tillögum stjórnlagaráðs. Orðalagið er mun opnara og almennara. Ef ætlunin hefði verið að spyrja um afstöðu kjósenda til útfærslu stjórnlagaráðs á þessum tilteknu álitamálum, hefðu spurningarnar að sjálfsögðu verið orðaðar skýrt með þeim hætti og vísað beint til viðkomandi ákvæða í tillögum ráðsins. Það var ekki gert af hálfu meirihluta Alþingis í vor, og ætla verður að komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að vel athuguðu máli. Eins ber að hafa í huga, að álitamálin, sem tengjast stjórnarskránni og tillögum stjórnlagaráðs, eru miklu fleiri en þau fimm tilteknu atriði sem dregin eru fram í sérstökum spurningum í hinni fyrirhuguðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillögur stjórnlagaráðs gera ráð fyrir að svo til öllum ákvæðum núgildandi stjórnarskrár verði breytt, mörgum verulega, og við bætt mörgum tugum nýrra ákvæða. Vonandi mun kynning og umfjöllum um þessi mál á næstu vikum taka mið af því. Það var meðal annars af ofangreindum ástæðum, sem ég og fleiri þingmenn lögðumst gegn tillögunni um þjóðaratkvæðagreiðslu, sem var til afgreiðslu á þingi í vor. Það, að blanda saman annars vegar almennri spurningu um afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs og hins vegar fimm sértækum spurningum, skapar rugling fyrir kjósendur og gerir það að verkum, að unnt verður eftir á að túlka úrslitin út og suður. Það að orða spurningarnar með þeim hætti, sem gert er, eykur auðvitað enn á þá hættu og fyrir vikið verður leiðbeiningargildi þessarar atkvæðagreiðslu miklu minna en ella. Um aðra galla í sambandi við meðferð og framsetningu þessa máls mun ég fjalla nánar síðar. Þar er af nógu að taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í grein hér í blaðinu sl. miðvikudag víkur Þorkell Helgason, fyrrverandi stjórnlagaráðsmaður, nokkuð að þeim spurningum, sem leggja á fyrir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem innanríkisráðuneytið hefur auglýst að fara eigi fram þann 20. október nk. Eins og fram kemur í greininni er ráðgert að spyrja annars vegar almennt hvort fólk sé fylgjandi því eða andvígt að tillögur stjórnlagaráðs frá síðasta ári verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, og hins vegar er spurt um afstöðu til fimm tiltekinna álitamála, sem tengjast stjórnarskránni. Þorkell lætur þess getið, að sé fólk sammála tillögu stjórnlagaráðs í einu og öllu hljóti það að svara almennu spurningunni og fjórum sértæku spurninganna játandi en einni, þeirri sem tengist þjóðkirkjunni, neitandi. Þetta má vera rétt, svo langt sem það nær. Þessi orð lýsa hins vegar valmöguleikum kjósenda, og túlkunarmöguleikum í þessu sambandi, aðeins að mjög takmörkuðu leyti. Þannig að sjá má fyrir sér að allmargir kjósendur geti hugsað sér að svara flestum ef ekki öllum sértæku spurningum játandi, en almennu spurningunni um afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs neitandi. Það er ekkert sem útilokar að kjósendur leggist gegn því að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, þótt þeir geti fyrir sitt leyti svarað hinum spurningunum játandi. Kjósandi getur verið fylgjandi því að auka vægi þjóðaratkvæðagreiðslna og að atkvæðisréttur í landinu verði jafn, svo dæmi séu tekin, en verið alfarið andvígur útfærslu þessara atriða í tillögum stjórnlagaráðs – eða einfaldlega mjög á móti einhverjum öðrum atriðum í tillögum ráðsins. Þessu til skýringar er einfaldast að benda á, að í sértæku spurningunum fimm er orðalagið með þeim hætti, að ekki er vísað til tiltekinna ákvæða eða útfærslna í tillögum stjórnlagaráðs. Orðalagið er mun opnara og almennara. Ef ætlunin hefði verið að spyrja um afstöðu kjósenda til útfærslu stjórnlagaráðs á þessum tilteknu álitamálum, hefðu spurningarnar að sjálfsögðu verið orðaðar skýrt með þeim hætti og vísað beint til viðkomandi ákvæða í tillögum ráðsins. Það var ekki gert af hálfu meirihluta Alþingis í vor, og ætla verður að komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að vel athuguðu máli. Eins ber að hafa í huga, að álitamálin, sem tengjast stjórnarskránni og tillögum stjórnlagaráðs, eru miklu fleiri en þau fimm tilteknu atriði sem dregin eru fram í sérstökum spurningum í hinni fyrirhuguðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillögur stjórnlagaráðs gera ráð fyrir að svo til öllum ákvæðum núgildandi stjórnarskrár verði breytt, mörgum verulega, og við bætt mörgum tugum nýrra ákvæða. Vonandi mun kynning og umfjöllum um þessi mál á næstu vikum taka mið af því. Það var meðal annars af ofangreindum ástæðum, sem ég og fleiri þingmenn lögðumst gegn tillögunni um þjóðaratkvæðagreiðslu, sem var til afgreiðslu á þingi í vor. Það, að blanda saman annars vegar almennri spurningu um afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs og hins vegar fimm sértækum spurningum, skapar rugling fyrir kjósendur og gerir það að verkum, að unnt verður eftir á að túlka úrslitin út og suður. Það að orða spurningarnar með þeim hætti, sem gert er, eykur auðvitað enn á þá hættu og fyrir vikið verður leiðbeiningargildi þessarar atkvæðagreiðslu miklu minna en ella. Um aðra galla í sambandi við meðferð og framsetningu þessa máls mun ég fjalla nánar síðar. Þar er af nógu að taka.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun