Innlent

Skipta fyrsta vinningnum með sér

BBI skrifar
Tveir einstaklingar hlutu fyrsta vinning í Víkingalottóinu í kvöld. Þeir skipta vinningnum milli sín og hlýtur hvor þeirra rúmlega 52,5 milljónir króna. Annar lottómiðinn var keyptur í Noregi og hinn í Eistlandi.

Hins vegar hlutu tveir Íslendingar 100 þúsund krónur í annan vinning í Jókernum í kvöld. Annar þeirra kaupir miða í áskrift en hinn keypti sinn miða í N1 í Stórahjalla í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×