Það var staðfest í dag að júdókappinn Þormóður Árni Jónsson mun taka þátt á Ólympíuleikunum í London í sumar.
Alþjóða júdósambandið sendi í dag út lista yfir þá sem náðu að tryggja sér þáttökurétt á leikunum.
Þormóður Árni mun keppa í þungavigt en 32 kappar keppa í þeim flokki með útsláttarfyrirkomulagi.
Þormóður komst í þriðju umferð á ÓL í Peking árið 2008 og var ekki fjarri því að tryggja sig inn í átta manna úrslit. Hann var aðeins 40 sekúndum frá því.
Þormóður fer á ÓL í London
