Stressaðir að spila loksins fyrir íslenska tónleikagesti Freyr skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Hljómsveitin Sigur Rós á tónleikum í Berlín Festival fyrr á árinu. Fyrstu tónleikarnir á Íslandi í fjögur ár verða annað kvöld. Sigur Rós spilar á sínum fyrstu tónleikum á Íslandi í fjögur ár annað kvöld. Þeir verða haldnir í Nýju Laugardalshöllinni fyrir framan um sjö þúsund manns og eru hluti af Iceland Airwaves-hátíðinni. Þetta verða jafnframt fyrstu tónleikar Sigur Rósar á hátíðinni í ellefu ár, eða síðan þeir spiluðu í Listasafni Reykjavíkur 2001. Tónleikarnir leggjast að vonum vel í bassaleikarann Georg Hólm en hljómsveitin leggur mikið upp úr því að öll umgjörð og annað slíkt verði hundrað prósent í Höllinni. „Við erum orðnir mjög stressaðir. Það er alltaf öðruvísi að spila hér heima fyrir framan fólk sem við þekkjum. Við viljum að allt gangi upp,“ segir Georg. Skrítið án KjartansSigur Rós hefur verið á tónleikaferðalagi vítt og breitt um heiminn til að kynna sína nýjustu plötu, Valtara. Aðspurður hvaða staður hafi verið eftirminnilegastur á bassaleikarinn erfitt með að nefna einhvern einn, enda líkast til heimsótt þá alla mörgum sinnum áður, en nefnir þó San Francisco. Hann segir að erlendir tónleikagestir hafi tekið vel í nýju lögin. „Tónleikaferðin hefur gengið mjög vel. Við höfum ekkert endilega verið að taka öll lögin af nýju plötunni því það er erfitt að spila sum þeirra á tónleikum. Við höfum meira verið að blanda þeim saman við gömlu lögin og það hefur gengið vel.“ Hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson hefur verið fjarri góðu gamni í tónleikaferðinni og verður hann ekki með í Höllinni. Georg viðurkennir að það hafi verið skrítið að vera án hans og þeir hafi saknað hans til að byrja með. „Orri [Páll Dýrason trommari] talaði um að það hefði þurft tvo til að koma í staðinn fyrir hann því hann er vanur að spila á svo mörg hljóðfæri á tónleikunum. Þetta var skrítið í fyrstu en svo vandist þetta og er búið að vera fínt.“ Hreifst af Labeouf-myndbandiSigur Rós bryddaði upp á þeirri nýjung í vor að leyfa hinum ýmsu leikstjórum að gera myndbönd við lögin af Valtara án þess að hljómsveitin sjálfi kæmi nokkuð að verkefninu. Eftirminnilegt er myndbandið við Fjögur píanó þar sem Hollywood-leikarinn Shia Labeouf var allsnakinn. Georg Hólm var einmitt sérstaklega ánægður með það myndband og horfði á það þrisvar sinnum í röð þegar hann fékk það fyrst sent til sín. „Það er skrítið að láta þetta verkefni algjörlega í hendurnar á einhverjum öðrum en þetta kom mjög vel út og það er óskandi að fleiri myndu prófa svona lagað í framtíðinni.“ Stefnubreyting hjá Sigur RósHljómsveitin hefur eitthvað verið í hljóðveri að undanförnu og Georg býst við því að glænýtt lag verði frumflutt í Höllinni. Aðspurður hvernig nýja efnið hljómi segir hann að um algjöra stefnubreytingu sé að ræða en vill ekkert gefa upp um hvort Sigur Rós sé að breytast í polkasveit eður ei. „Við erum í þannig stuði núna að við viljum halda áfram að taka upp og gera eitthvað skemmtilegt.“ Eftir tónleikana í Höllinni ferðast Sigur Rós til Ástralíu, Taívan, Singapúr og Malasíu. Á næsta ári fer sveitin í Evróputúr og nú þegar er uppselt á þrenna tónleika í Brixton Academy í London. Um fimm þúsund gestir komast fyrir á þessum þekkta tónleikastað. Enn eru einhverjir miðar eftir á tónleikana á sunnudaginn og fást þeir á síðunni Midi.is. Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Sigur Rós spilar á sínum fyrstu tónleikum á Íslandi í fjögur ár annað kvöld. Þeir verða haldnir í Nýju Laugardalshöllinni fyrir framan um sjö þúsund manns og eru hluti af Iceland Airwaves-hátíðinni. Þetta verða jafnframt fyrstu tónleikar Sigur Rósar á hátíðinni í ellefu ár, eða síðan þeir spiluðu í Listasafni Reykjavíkur 2001. Tónleikarnir leggjast að vonum vel í bassaleikarann Georg Hólm en hljómsveitin leggur mikið upp úr því að öll umgjörð og annað slíkt verði hundrað prósent í Höllinni. „Við erum orðnir mjög stressaðir. Það er alltaf öðruvísi að spila hér heima fyrir framan fólk sem við þekkjum. Við viljum að allt gangi upp,“ segir Georg. Skrítið án KjartansSigur Rós hefur verið á tónleikaferðalagi vítt og breitt um heiminn til að kynna sína nýjustu plötu, Valtara. Aðspurður hvaða staður hafi verið eftirminnilegastur á bassaleikarinn erfitt með að nefna einhvern einn, enda líkast til heimsótt þá alla mörgum sinnum áður, en nefnir þó San Francisco. Hann segir að erlendir tónleikagestir hafi tekið vel í nýju lögin. „Tónleikaferðin hefur gengið mjög vel. Við höfum ekkert endilega verið að taka öll lögin af nýju plötunni því það er erfitt að spila sum þeirra á tónleikum. Við höfum meira verið að blanda þeim saman við gömlu lögin og það hefur gengið vel.“ Hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson hefur verið fjarri góðu gamni í tónleikaferðinni og verður hann ekki með í Höllinni. Georg viðurkennir að það hafi verið skrítið að vera án hans og þeir hafi saknað hans til að byrja með. „Orri [Páll Dýrason trommari] talaði um að það hefði þurft tvo til að koma í staðinn fyrir hann því hann er vanur að spila á svo mörg hljóðfæri á tónleikunum. Þetta var skrítið í fyrstu en svo vandist þetta og er búið að vera fínt.“ Hreifst af Labeouf-myndbandiSigur Rós bryddaði upp á þeirri nýjung í vor að leyfa hinum ýmsu leikstjórum að gera myndbönd við lögin af Valtara án þess að hljómsveitin sjálfi kæmi nokkuð að verkefninu. Eftirminnilegt er myndbandið við Fjögur píanó þar sem Hollywood-leikarinn Shia Labeouf var allsnakinn. Georg Hólm var einmitt sérstaklega ánægður með það myndband og horfði á það þrisvar sinnum í röð þegar hann fékk það fyrst sent til sín. „Það er skrítið að láta þetta verkefni algjörlega í hendurnar á einhverjum öðrum en þetta kom mjög vel út og það er óskandi að fleiri myndu prófa svona lagað í framtíðinni.“ Stefnubreyting hjá Sigur RósHljómsveitin hefur eitthvað verið í hljóðveri að undanförnu og Georg býst við því að glænýtt lag verði frumflutt í Höllinni. Aðspurður hvernig nýja efnið hljómi segir hann að um algjöra stefnubreytingu sé að ræða en vill ekkert gefa upp um hvort Sigur Rós sé að breytast í polkasveit eður ei. „Við erum í þannig stuði núna að við viljum halda áfram að taka upp og gera eitthvað skemmtilegt.“ Eftir tónleikana í Höllinni ferðast Sigur Rós til Ástralíu, Taívan, Singapúr og Malasíu. Á næsta ári fer sveitin í Evróputúr og nú þegar er uppselt á þrenna tónleika í Brixton Academy í London. Um fimm þúsund gestir komast fyrir á þessum þekkta tónleikastað. Enn eru einhverjir miðar eftir á tónleikana á sunnudaginn og fást þeir á síðunni Midi.is.
Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein