
Metár í ferðaþjónustu
Skemmtiferðaskipin viðbót
Til viðbótar hinni miklu fjölgun erlendra ferðamanna í gegnum flugvelli og með Norrænu kom metfjöldi erlendra skemmtiferðaskipa til landsins í ár. Um 100 þúsund erlendir gestir komu t.a.m. til Faxaflóahafna í sumar samanborið við 63 þúsund í fyrra. Það er 59% aukning! Helsta skýring er aukning í komu stærri skemmtiferðaskipa. Þessi aukning mælist ekki í opinberum tölum um fjölda erlendra ferðamanna, þar sem farþegarnir gista um borð í skipunum en ekki á hótelum og gistiheimilum. Jákvætt er einnig að skipin stoppa nú mörg lengur en áður, sum í 1-2 sólarhringa. Bókanir skemmtiferðaskipa til Íslands fyrir árið 2013 eru nú þegar miklar og enn eitt metið gæti verið í vændum þar.
Innviðafjárfesting á teikniborðinu
Að framansögðu er því ljóst að heildarferðamannafjöldi til landsins nálgast óðfluga 1 milljón talsins. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013, eins og það stendur nú eftir 2. umræðu, er að finna margvíslegar aðgerðir til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar svo hún geti staðið undir vaxandi umsvifum. Þar ber hæst 500 m.kr. framlag í framkvæmdasjóð ferðamála og 250 m.kr. framlag í þjóðgarða og friðlýst svæði. Með þessu verður kleift að gera stórátak til úrbóta á vinsælum stöðum þar sem álagið er gríðarlegt á háannatímanum auk þess að þróa nýja áfangastaði og dreifa þannig álaginu. Tilkoma Hörpunnar og væntanlegs hótels við hlið hennar mun skapa ný tækifæri innan greinarinnar, sérstaklega til að halda stórar ráðstefnur. Margvísleg verkefni í sóknaráætlunum ríkisstjórnarinnar fyrir einstaka landshluta styðja í reynd við og falla vel að áframhaldandi sókn í ferðamálum um allt land. Fjárfestingar í innviðum svo sem samgöngum á landsbyggðinni, stuðningur við skapandi greinar, aukin kynning og efling markaðsstarfs á sviði menningar, lista, handverks og hönnunar, allt styður það við þessa þróun. Frá fyrirtækjum í greininni berast nú einnig jákvæðar fréttir. Ákvörðun Icelandair um endurnýjun á flugflota sínum sýnir þetta svart á hvítu og hefur sú efling leiðarkerfisins sem félagið hefur þegar ráðist í skipt sköpum fyrir sókn íslenskrar ferðaþjónustu. Nýleg ákvörðun félagsins um myndarlegan sjóð til stuðnings nýjum ferðamannastöðum á Íslandi mun einnig styrkja innviði ferðaþjónustunnar til muna.
Áframhaldandi vöxtur
Flest bendir til áframhaldandi vaxtar á árinu 2013 þrátt fyrir að aðstæður á erlendum mörkuðum séu víða erfiðar. Framboð íslensku flugfélaganna á áfangastaði erlendis mun aukast og erlend flugfélög sem flogið hafa til Íslands ætla, það best er vitað, flest að halda áfram. Ísland er enn einna efst á listum margra helstu ferðamálatímarita. Ísland hefur aldrei í sögu sinni notið sambærilegarar athygli erlendis og nú. Margt og misgott kemur til. Hrunið 2008, náttúruhamfarir, erlendar stórmyndir teknar á Íslandi og nú í vaxandi mæli jákvæð umfjöllun um hvernig Ísland er að vinna sig út úr hruninu. Við höfum fengið gríðarlega kynningu og ókeypis auglýsingu út á allt þetta og fleira til og fylgjum því vel eftir sjálf með framsækinni kynningarstarfsemi.
Á heildina litið er útlitið bjart fyrir ferðaþjónustuna og ástæða til að gleðjast yfir því hversu vel gengur. Vaxandi umsvif skapa auknar gjaldeyristekjur og bæta lífskjör í landinu. Ferðaþjónustan er orðin fullorðin og þarf að átta sig á því sjálf rétt eins og við hin.
Skoðun

Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans
Sigurður Kári skrifar

Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir
Erna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning?
Ómar Torfason skrifar

Trump les tölvupóstinn þinn
Mörður Áslaugarson skrifar

„Já, hvað með bara að skjóta hann!“
Þórhildur Hjaltadóttir skrifar

Heimar sem þurfa nýja umræðu!
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Sársauki annarra og samúðarþreyta
Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar