Innlent

Margir mynduðu sjónarspilið

BBI skrifar
Tekin í Kaldadal þann 12. desember.
Tekin í Kaldadal þann 12. desember. Mynd/Börkur
Síðustu tvö kvöld hefur mikið sjónarspil verið á austurhimni. Ástæðan er sú að jörðin hefur gengið í gegnum loftsteinadrífu sem nefnist geminítar. Þeir sem á annað borð gáfu sér tíma til að fylgjast með eru almennt á einu máli um að það hafi verið magnað enda féllu stjörnuhröpin unnvörpum.

Það voru líka ófáir sem brugðu sér út með myndavélina og festu stjörnuhröpin á filmu. Í myndasafninu hér að ofan má sjá magnaðar myndir sem lesendur Vísis hafa sent inn uppá síðkastið af stjörnuhröpunum.

Vísir hvetur þá sem luma á myndum af loftsteinaregninu til að senda þær inn á netfangið ritstjorn@visir.is.

MYND/SUNNA GAUTADÓTTIR

Tengdar fréttir

Loftsteinaregn á austurhimni

Eina tilkomumestu loftsteinadrífu ársins má sjá á austurhimni í kvöld og annað kvöld hér á landi, ef veður leyfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×