Innlent

Búist við stormi syðst á landinu

Vaxandi vindur er suðaustan til, og má búast við stormi við syðst á landinu og suðaustan til í dag, einnig má búast við hvössum vindhviðum við fjöll, einkum í Öræfasveit og undir Eyjafjöllum í dag og fram á kvöld.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma var á Austurlandi fram undir hádegi en síðan tók við éljagangur á norðaustanverðu landinu.

Hálka eða hálkublettir eru víða á Suðurlandi en einnig er hálka og hálkublettir á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir. Skafrenningur er á flestum fjallvegum en þæfingsfærð er á Hrafnseyrarheiði.

Á Norðurlandi er áframhaldandi hálka en sumstaðar él eða skafrenningur.

Um austanvert landið er hálka eða snjóþekja og víða éljagangur. Snjóþekja og snjókoma er frá Breiðdalsvík í Höfn.

Á Suðausturlandi er hálka nokkuð víða og óveður er á Skeiðarársandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×