Segir tóbaksgjald hafa áhrif á neysluna Boði Logason skrifar 15. desember 2012 15:18 Vísbendingar eru um að auknar álögur á tóbak hafi áhrif á neyslu - sérstaklega á meðal ungs fólks, segir verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Landlækni. Um áramótin hækkar tóbaksgjaldið um 15% umfram verðlag og gjald á neftóbak verður tvöfaldað. Við sögðum frá því í kvöldfréttum okkar í gær að gífurleg aukning hefur orðið í sölu á neftóbaki hér á landi. Á átta árum hefur salan aukist um hundrað og fimmtíu prósent, eða frá 12 tonnum árið 2003 yfir í 30 tonn í fyrra. Fimmtán prósent karlmanna á aldrinum 18 til 24 ára taka tóbak í vör daglega og þrettán prósent karla á aldrinum 25 til 34 ára. Íslenska neftóbakið var upphaflega framleitt sem tóbak í nef en snemma á síðasta áratug fóru ungir íslenskir karlmenn að nota það í vör - þar sem bannað er að selja munntóbak á Íslandi. Það tóbak er hinsvegar þrisvar sinnum sterkara en muntóbak sem neytt er á Norðurlöndunum. Nikótín magnið í því er 2% miðað við 0,75% í sænska munntóbakinu. Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti Landlæknis, segir að þar sem neftóbaksneysla í vör sé tiltölulega ný hér á landi vanti langtímarannsóknir á skaðseminni. „Við viljum ekki bera munntóbaksnotkun saman við reykingar. Reykingar eru ekkert sérstakt viðmið varðandi heilsu, þar sem annar hver neytandi deyr fyrir aldur fram. Það er vissulega vöntun á langtímarannsóknum á skaðseminni. Það hafa hinsvegar komið fram vísbendingar um skaðsemina. Ókostir samfara neyslunni eru mjög slæmir, t.d. mikil fíkn. Ungir karlmenn verða mjög háðir munntóbaki," segir Viðar. Um áramótin verður tóbaksgjald hækkað um 15 prósent umfram verðlag og gjald á neftóbak verður tvöfaldað. Mun það draga úr neyslunni? „Já ég vona það. Það eru allar vísbendingar um að auknar álögur hafi áhrif á neyslu, sérstaklega á meðal ungs fólks," segir Viðar. Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Vísbendingar eru um að auknar álögur á tóbak hafi áhrif á neyslu - sérstaklega á meðal ungs fólks, segir verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Landlækni. Um áramótin hækkar tóbaksgjaldið um 15% umfram verðlag og gjald á neftóbak verður tvöfaldað. Við sögðum frá því í kvöldfréttum okkar í gær að gífurleg aukning hefur orðið í sölu á neftóbaki hér á landi. Á átta árum hefur salan aukist um hundrað og fimmtíu prósent, eða frá 12 tonnum árið 2003 yfir í 30 tonn í fyrra. Fimmtán prósent karlmanna á aldrinum 18 til 24 ára taka tóbak í vör daglega og þrettán prósent karla á aldrinum 25 til 34 ára. Íslenska neftóbakið var upphaflega framleitt sem tóbak í nef en snemma á síðasta áratug fóru ungir íslenskir karlmenn að nota það í vör - þar sem bannað er að selja munntóbak á Íslandi. Það tóbak er hinsvegar þrisvar sinnum sterkara en muntóbak sem neytt er á Norðurlöndunum. Nikótín magnið í því er 2% miðað við 0,75% í sænska munntóbakinu. Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti Landlæknis, segir að þar sem neftóbaksneysla í vör sé tiltölulega ný hér á landi vanti langtímarannsóknir á skaðseminni. „Við viljum ekki bera munntóbaksnotkun saman við reykingar. Reykingar eru ekkert sérstakt viðmið varðandi heilsu, þar sem annar hver neytandi deyr fyrir aldur fram. Það er vissulega vöntun á langtímarannsóknum á skaðseminni. Það hafa hinsvegar komið fram vísbendingar um skaðsemina. Ókostir samfara neyslunni eru mjög slæmir, t.d. mikil fíkn. Ungir karlmenn verða mjög háðir munntóbaki," segir Viðar. Um áramótin verður tóbaksgjald hækkað um 15 prósent umfram verðlag og gjald á neftóbak verður tvöfaldað. Mun það draga úr neyslunni? „Já ég vona það. Það eru allar vísbendingar um að auknar álögur hafi áhrif á neyslu, sérstaklega á meðal ungs fólks," segir Viðar.
Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira