Annar þáttur af raunveruleikaþættinum MasterChef Ísland fer í loftið í kvöld á Stöð 2. Í þætti kvöldsins fara þeir bestu úr áheyrnarprufunum í svokallaðar Boot Camp, matreiðsluherbúðir.
Í Boot Camp þurfa keppendur að leysa ýmsar þrautir tengdar matreiðslu til að komast áfram í MasterChef-eldhúsið, stærsta eldhús sem sést hefur í íslenskri sjónvarpssögu.
Dularfullur kassi. Hvað skyldi leynast í honum?Eins og sést í meðfylgjandi myndasafni gekk mikið á í Boot Camp og lentu sumir í því óhappi að skera sig á flugbeittum hnífunum. Keppendur þurftu þó ekki að hafa miklar áhyggjur því það var hjúkrunarfræðingur á staðnum til að hlúa að sárunum.