Skyndiákvörðun að koma heim Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. júní 2012 08:00 Helga fær eitt eða tvö tækifæri í viðbót til þess að komast á Ólympíuleikana og hún ætlar að nýta þau tækifæri vel.fréttablaðið/vilhelm „Maður verður bara að horfast í augun við raunveruleikann. Þegar eitthvað gengur ekki upp þá þarf maður að breyta," segir frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni en hún hefur slitið samstarfi sínu við sænska þjálfarann Agne Bergvall. Helga er flutt til Íslands á ný. „Árangurinn og tölurnar hjá mér töluðu sínu máli. Ég bætti mig á einhverjum sviðum en alls ekki eins og vonir stóðu til. Ég var ekki að finna mig í æfingunum. Ég náði ekki að nýta þá eiginleika sem ég hef," sagði Helga en hún mun æfa undir stjórn Guðmundar Hólm Jónssonar. „Þetta var mikill og góður skóli í Svíþjóð sem ég hefði ekki viljað sleppa. Það eru forréttindi að hafa fengið tækifæri til þess að æfa með íþróttafólki á borð við Carolinu Klüft. Þetta átti ekki langan aðdraganda. Meiðsli hjá mér hafa einnig haft mikil áhrif. Í vetur hafði ég hugsað mér að koma til Íslands og fá ráðleggingar hjá gamla þjálfaranum mínum. Hann er sá þjálfari sem mér hefur gengið best hjá. Ég veit hvað í mér býr en núna þarf ég að finna leið til þess að ná því allra besta fram." Helga segir að hún hafi ekki hugsað mikið um fara til Íslands á ný. „Þetta var í raun skyndiákvörðun hjá mér að fara heim til Íslands. Ég vildi grípa tækifærið og reyna að ná Ólympíulágmarkinu á meðan það er enn möguleiki. Ég tel mig vera að gera það besta úr stöðunni úr því sem er komið. Ég hafði ekki lengur trú á því sem ég var að gera á æfingunum í Svíþjóð." Ólympíuleikarnir í London hefjast í lok júlí og Helga Margrét þarf að bæta Íslandsmet sitt um 72 stig til þess að öðlast keppnisrétt á leikunum. „Ég hef tíma fram til 7. júlí að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana. Á þeim tíma næ ég að keppa á einu til tveimur mótum," sagði Helga. „Ég er búin að fara í heilan hring og prófa ýmislegt. Í dag er ég komin aftur í „ræturnar" og mér fannst mjög gaman að fara á æfingu á Selfossvelli í vikunni, sofa á sveitabæ utan við bæinn. Finna sveitalyktina, fara í ísbaðið í læk við bæinn, og heyra fuglasönginn. Ég þrífst best hér – á Íslandi." Innlendar Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leik lokið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út NBA stjarna borin út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, Íslendingar í Birmingham og margt fleira Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Sjá meira
„Maður verður bara að horfast í augun við raunveruleikann. Þegar eitthvað gengur ekki upp þá þarf maður að breyta," segir frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni en hún hefur slitið samstarfi sínu við sænska þjálfarann Agne Bergvall. Helga er flutt til Íslands á ný. „Árangurinn og tölurnar hjá mér töluðu sínu máli. Ég bætti mig á einhverjum sviðum en alls ekki eins og vonir stóðu til. Ég var ekki að finna mig í æfingunum. Ég náði ekki að nýta þá eiginleika sem ég hef," sagði Helga en hún mun æfa undir stjórn Guðmundar Hólm Jónssonar. „Þetta var mikill og góður skóli í Svíþjóð sem ég hefði ekki viljað sleppa. Það eru forréttindi að hafa fengið tækifæri til þess að æfa með íþróttafólki á borð við Carolinu Klüft. Þetta átti ekki langan aðdraganda. Meiðsli hjá mér hafa einnig haft mikil áhrif. Í vetur hafði ég hugsað mér að koma til Íslands og fá ráðleggingar hjá gamla þjálfaranum mínum. Hann er sá þjálfari sem mér hefur gengið best hjá. Ég veit hvað í mér býr en núna þarf ég að finna leið til þess að ná því allra besta fram." Helga segir að hún hafi ekki hugsað mikið um fara til Íslands á ný. „Þetta var í raun skyndiákvörðun hjá mér að fara heim til Íslands. Ég vildi grípa tækifærið og reyna að ná Ólympíulágmarkinu á meðan það er enn möguleiki. Ég tel mig vera að gera það besta úr stöðunni úr því sem er komið. Ég hafði ekki lengur trú á því sem ég var að gera á æfingunum í Svíþjóð." Ólympíuleikarnir í London hefjast í lok júlí og Helga Margrét þarf að bæta Íslandsmet sitt um 72 stig til þess að öðlast keppnisrétt á leikunum. „Ég hef tíma fram til 7. júlí að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana. Á þeim tíma næ ég að keppa á einu til tveimur mótum," sagði Helga. „Ég er búin að fara í heilan hring og prófa ýmislegt. Í dag er ég komin aftur í „ræturnar" og mér fannst mjög gaman að fara á æfingu á Selfossvelli í vikunni, sofa á sveitabæ utan við bæinn. Finna sveitalyktina, fara í ísbaðið í læk við bæinn, og heyra fuglasönginn. Ég þrífst best hér – á Íslandi."
Innlendar Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leik lokið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út NBA stjarna borin út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, Íslendingar í Birmingham og margt fleira Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti