Viðtalstímar, handónýtt fyrirbæri? Karen E. Halldórsdóttir skrifar 2. mars 2012 06:00 Vart hefur það farið fram hjá nokkrum að nýr meirihluti er tekinn við í Kópavogi. Stóryrði og bókanir svífa yfir vötnum bæjarstjórnarsals og fundargerða. Sitt sýnist hverjum um uppbyggilegt gildi þess. Nýr meirihluti ákvað að endurvekja fundartíma bæjarfulltrúa. Þessum fundum er ætlað að færa kjörna fulltrúa nær íbúum bæjarins. Þessi ákvörðun virðist fá hárin til að rísa hjá bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar Hafsteini Karlssyni. Í 20 mánaða stjórnartíð sinni ákvað fyrri meirihluti að fella þessa tíma niður. Það átti að duga ríflega 30.000 manna bæjarfélagi að panta sér tíma hjá bæjarstjóra og formanni bæjarráðs til að koma málefnum sínum á framfæri. Fréttir bárust reyndar reglulega af því að biðlistinn eftir viðtali hafi verið óvenju langur. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir þetta endurvakta form vera gamaldags og úr sér gengið. Hann vísar til þess að fólk hafi nú tileinkað sér nýja tækni til þess að hafa samband við bæjarfulltrúa sína. Hvort að bæjarfulltrúinn sé að vísa til síma eða Fésbókar er ógetið í bókun þeirri sem hann lét frá sér á bæjarráðsfundi þann 23-02-2012 þar sem hann fyrirfram ákveður að enginn mæti í þessa tíma. Það er dapurleg afstaða. Þó svo að enginn hafi mætt samkvæmt þessari bókun til hans undanfarin ár segir það svo sem ekkert um hvort að bæjarbúar vilji mæta til annarra bæjarfulltrúa í framtíðinni. Þessi þrældómur sem hann vísar til og er algerlega óþarfur eru tveir klukkutímar á ári. Þeir eru sérstaklega hugsaðir fyrir þá sem illa kunna að tileinka sér þá tækni sem hann vill frekar notast við. Svo er það nú oft þannig, að persónuleg samskipti yfir kaffibolla er einmitt það sem fólk hefur verið að kalla eftir undanfarin ár við sína kjörnu fulltrúa. Í hverju lá vandinn þegar hrópað var ?gjá á milli þings og þjóðar?? Kjörnir fulltrúar eiga að fagna þessu tækifæri til að geta hitt bæjarbúa og fræðst og miðlað miklu frekar en að mótmæla tilgangsleysi slíkra samskipta. Sum mál, jafnvel viðkvæm, henta einnig illa til rafrænna samskipta þar sem að augnsamband og einlægni er nauðsynlegur þáttur samtalsins. Það má vel vera að þetta verði ekki fjölsóttustu fundir bæjarins til að byrja með, kannski má endurskoða form þeirra eða staðsetningu til þess að færa þá nær bæjarbúum til þess að auka gildi þeirra. Hvað með til dæmis að setja þá inn í skólabyggingarnar og færa þá inn í hverfin? Þótt eitthvað hafi virkað illa fyrir einn þarf ekki endilega að henda hugmyndinni og segja hana handónýta og úr sér gengna. Stundum þarf bara smá hugmyndavinnu til að gera gamlan hlut stórkostlegan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Vart hefur það farið fram hjá nokkrum að nýr meirihluti er tekinn við í Kópavogi. Stóryrði og bókanir svífa yfir vötnum bæjarstjórnarsals og fundargerða. Sitt sýnist hverjum um uppbyggilegt gildi þess. Nýr meirihluti ákvað að endurvekja fundartíma bæjarfulltrúa. Þessum fundum er ætlað að færa kjörna fulltrúa nær íbúum bæjarins. Þessi ákvörðun virðist fá hárin til að rísa hjá bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar Hafsteini Karlssyni. Í 20 mánaða stjórnartíð sinni ákvað fyrri meirihluti að fella þessa tíma niður. Það átti að duga ríflega 30.000 manna bæjarfélagi að panta sér tíma hjá bæjarstjóra og formanni bæjarráðs til að koma málefnum sínum á framfæri. Fréttir bárust reyndar reglulega af því að biðlistinn eftir viðtali hafi verið óvenju langur. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir þetta endurvakta form vera gamaldags og úr sér gengið. Hann vísar til þess að fólk hafi nú tileinkað sér nýja tækni til þess að hafa samband við bæjarfulltrúa sína. Hvort að bæjarfulltrúinn sé að vísa til síma eða Fésbókar er ógetið í bókun þeirri sem hann lét frá sér á bæjarráðsfundi þann 23-02-2012 þar sem hann fyrirfram ákveður að enginn mæti í þessa tíma. Það er dapurleg afstaða. Þó svo að enginn hafi mætt samkvæmt þessari bókun til hans undanfarin ár segir það svo sem ekkert um hvort að bæjarbúar vilji mæta til annarra bæjarfulltrúa í framtíðinni. Þessi þrældómur sem hann vísar til og er algerlega óþarfur eru tveir klukkutímar á ári. Þeir eru sérstaklega hugsaðir fyrir þá sem illa kunna að tileinka sér þá tækni sem hann vill frekar notast við. Svo er það nú oft þannig, að persónuleg samskipti yfir kaffibolla er einmitt það sem fólk hefur verið að kalla eftir undanfarin ár við sína kjörnu fulltrúa. Í hverju lá vandinn þegar hrópað var ?gjá á milli þings og þjóðar?? Kjörnir fulltrúar eiga að fagna þessu tækifæri til að geta hitt bæjarbúa og fræðst og miðlað miklu frekar en að mótmæla tilgangsleysi slíkra samskipta. Sum mál, jafnvel viðkvæm, henta einnig illa til rafrænna samskipta þar sem að augnsamband og einlægni er nauðsynlegur þáttur samtalsins. Það má vel vera að þetta verði ekki fjölsóttustu fundir bæjarins til að byrja með, kannski má endurskoða form þeirra eða staðsetningu til þess að færa þá nær bæjarbúum til þess að auka gildi þeirra. Hvað með til dæmis að setja þá inn í skólabyggingarnar og færa þá inn í hverfin? Þótt eitthvað hafi virkað illa fyrir einn þarf ekki endilega að henda hugmyndinni og segja hana handónýta og úr sér gengna. Stundum þarf bara smá hugmyndavinnu til að gera gamlan hlut stórkostlegan.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun