Viðtalstímar, handónýtt fyrirbæri? Karen E. Halldórsdóttir skrifar 2. mars 2012 06:00 Vart hefur það farið fram hjá nokkrum að nýr meirihluti er tekinn við í Kópavogi. Stóryrði og bókanir svífa yfir vötnum bæjarstjórnarsals og fundargerða. Sitt sýnist hverjum um uppbyggilegt gildi þess. Nýr meirihluti ákvað að endurvekja fundartíma bæjarfulltrúa. Þessum fundum er ætlað að færa kjörna fulltrúa nær íbúum bæjarins. Þessi ákvörðun virðist fá hárin til að rísa hjá bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar Hafsteini Karlssyni. Í 20 mánaða stjórnartíð sinni ákvað fyrri meirihluti að fella þessa tíma niður. Það átti að duga ríflega 30.000 manna bæjarfélagi að panta sér tíma hjá bæjarstjóra og formanni bæjarráðs til að koma málefnum sínum á framfæri. Fréttir bárust reyndar reglulega af því að biðlistinn eftir viðtali hafi verið óvenju langur. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir þetta endurvakta form vera gamaldags og úr sér gengið. Hann vísar til þess að fólk hafi nú tileinkað sér nýja tækni til þess að hafa samband við bæjarfulltrúa sína. Hvort að bæjarfulltrúinn sé að vísa til síma eða Fésbókar er ógetið í bókun þeirri sem hann lét frá sér á bæjarráðsfundi þann 23-02-2012 þar sem hann fyrirfram ákveður að enginn mæti í þessa tíma. Það er dapurleg afstaða. Þó svo að enginn hafi mætt samkvæmt þessari bókun til hans undanfarin ár segir það svo sem ekkert um hvort að bæjarbúar vilji mæta til annarra bæjarfulltrúa í framtíðinni. Þessi þrældómur sem hann vísar til og er algerlega óþarfur eru tveir klukkutímar á ári. Þeir eru sérstaklega hugsaðir fyrir þá sem illa kunna að tileinka sér þá tækni sem hann vill frekar notast við. Svo er það nú oft þannig, að persónuleg samskipti yfir kaffibolla er einmitt það sem fólk hefur verið að kalla eftir undanfarin ár við sína kjörnu fulltrúa. Í hverju lá vandinn þegar hrópað var ?gjá á milli þings og þjóðar?? Kjörnir fulltrúar eiga að fagna þessu tækifæri til að geta hitt bæjarbúa og fræðst og miðlað miklu frekar en að mótmæla tilgangsleysi slíkra samskipta. Sum mál, jafnvel viðkvæm, henta einnig illa til rafrænna samskipta þar sem að augnsamband og einlægni er nauðsynlegur þáttur samtalsins. Það má vel vera að þetta verði ekki fjölsóttustu fundir bæjarins til að byrja með, kannski má endurskoða form þeirra eða staðsetningu til þess að færa þá nær bæjarbúum til þess að auka gildi þeirra. Hvað með til dæmis að setja þá inn í skólabyggingarnar og færa þá inn í hverfin? Þótt eitthvað hafi virkað illa fyrir einn þarf ekki endilega að henda hugmyndinni og segja hana handónýta og úr sér gengna. Stundum þarf bara smá hugmyndavinnu til að gera gamlan hlut stórkostlegan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Vart hefur það farið fram hjá nokkrum að nýr meirihluti er tekinn við í Kópavogi. Stóryrði og bókanir svífa yfir vötnum bæjarstjórnarsals og fundargerða. Sitt sýnist hverjum um uppbyggilegt gildi þess. Nýr meirihluti ákvað að endurvekja fundartíma bæjarfulltrúa. Þessum fundum er ætlað að færa kjörna fulltrúa nær íbúum bæjarins. Þessi ákvörðun virðist fá hárin til að rísa hjá bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar Hafsteini Karlssyni. Í 20 mánaða stjórnartíð sinni ákvað fyrri meirihluti að fella þessa tíma niður. Það átti að duga ríflega 30.000 manna bæjarfélagi að panta sér tíma hjá bæjarstjóra og formanni bæjarráðs til að koma málefnum sínum á framfæri. Fréttir bárust reyndar reglulega af því að biðlistinn eftir viðtali hafi verið óvenju langur. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir þetta endurvakta form vera gamaldags og úr sér gengið. Hann vísar til þess að fólk hafi nú tileinkað sér nýja tækni til þess að hafa samband við bæjarfulltrúa sína. Hvort að bæjarfulltrúinn sé að vísa til síma eða Fésbókar er ógetið í bókun þeirri sem hann lét frá sér á bæjarráðsfundi þann 23-02-2012 þar sem hann fyrirfram ákveður að enginn mæti í þessa tíma. Það er dapurleg afstaða. Þó svo að enginn hafi mætt samkvæmt þessari bókun til hans undanfarin ár segir það svo sem ekkert um hvort að bæjarbúar vilji mæta til annarra bæjarfulltrúa í framtíðinni. Þessi þrældómur sem hann vísar til og er algerlega óþarfur eru tveir klukkutímar á ári. Þeir eru sérstaklega hugsaðir fyrir þá sem illa kunna að tileinka sér þá tækni sem hann vill frekar notast við. Svo er það nú oft þannig, að persónuleg samskipti yfir kaffibolla er einmitt það sem fólk hefur verið að kalla eftir undanfarin ár við sína kjörnu fulltrúa. Í hverju lá vandinn þegar hrópað var ?gjá á milli þings og þjóðar?? Kjörnir fulltrúar eiga að fagna þessu tækifæri til að geta hitt bæjarbúa og fræðst og miðlað miklu frekar en að mótmæla tilgangsleysi slíkra samskipta. Sum mál, jafnvel viðkvæm, henta einnig illa til rafrænna samskipta þar sem að augnsamband og einlægni er nauðsynlegur þáttur samtalsins. Það má vel vera að þetta verði ekki fjölsóttustu fundir bæjarins til að byrja með, kannski má endurskoða form þeirra eða staðsetningu til þess að færa þá nær bæjarbúum til þess að auka gildi þeirra. Hvað með til dæmis að setja þá inn í skólabyggingarnar og færa þá inn í hverfin? Þótt eitthvað hafi virkað illa fyrir einn þarf ekki endilega að henda hugmyndinni og segja hana handónýta og úr sér gengna. Stundum þarf bara smá hugmyndavinnu til að gera gamlan hlut stórkostlegan.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar