Viðtalstímar, handónýtt fyrirbæri? Karen E. Halldórsdóttir skrifar 2. mars 2012 06:00 Vart hefur það farið fram hjá nokkrum að nýr meirihluti er tekinn við í Kópavogi. Stóryrði og bókanir svífa yfir vötnum bæjarstjórnarsals og fundargerða. Sitt sýnist hverjum um uppbyggilegt gildi þess. Nýr meirihluti ákvað að endurvekja fundartíma bæjarfulltrúa. Þessum fundum er ætlað að færa kjörna fulltrúa nær íbúum bæjarins. Þessi ákvörðun virðist fá hárin til að rísa hjá bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar Hafsteini Karlssyni. Í 20 mánaða stjórnartíð sinni ákvað fyrri meirihluti að fella þessa tíma niður. Það átti að duga ríflega 30.000 manna bæjarfélagi að panta sér tíma hjá bæjarstjóra og formanni bæjarráðs til að koma málefnum sínum á framfæri. Fréttir bárust reyndar reglulega af því að biðlistinn eftir viðtali hafi verið óvenju langur. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir þetta endurvakta form vera gamaldags og úr sér gengið. Hann vísar til þess að fólk hafi nú tileinkað sér nýja tækni til þess að hafa samband við bæjarfulltrúa sína. Hvort að bæjarfulltrúinn sé að vísa til síma eða Fésbókar er ógetið í bókun þeirri sem hann lét frá sér á bæjarráðsfundi þann 23-02-2012 þar sem hann fyrirfram ákveður að enginn mæti í þessa tíma. Það er dapurleg afstaða. Þó svo að enginn hafi mætt samkvæmt þessari bókun til hans undanfarin ár segir það svo sem ekkert um hvort að bæjarbúar vilji mæta til annarra bæjarfulltrúa í framtíðinni. Þessi þrældómur sem hann vísar til og er algerlega óþarfur eru tveir klukkutímar á ári. Þeir eru sérstaklega hugsaðir fyrir þá sem illa kunna að tileinka sér þá tækni sem hann vill frekar notast við. Svo er það nú oft þannig, að persónuleg samskipti yfir kaffibolla er einmitt það sem fólk hefur verið að kalla eftir undanfarin ár við sína kjörnu fulltrúa. Í hverju lá vandinn þegar hrópað var ?gjá á milli þings og þjóðar?? Kjörnir fulltrúar eiga að fagna þessu tækifæri til að geta hitt bæjarbúa og fræðst og miðlað miklu frekar en að mótmæla tilgangsleysi slíkra samskipta. Sum mál, jafnvel viðkvæm, henta einnig illa til rafrænna samskipta þar sem að augnsamband og einlægni er nauðsynlegur þáttur samtalsins. Það má vel vera að þetta verði ekki fjölsóttustu fundir bæjarins til að byrja með, kannski má endurskoða form þeirra eða staðsetningu til þess að færa þá nær bæjarbúum til þess að auka gildi þeirra. Hvað með til dæmis að setja þá inn í skólabyggingarnar og færa þá inn í hverfin? Þótt eitthvað hafi virkað illa fyrir einn þarf ekki endilega að henda hugmyndinni og segja hana handónýta og úr sér gengna. Stundum þarf bara smá hugmyndavinnu til að gera gamlan hlut stórkostlegan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vart hefur það farið fram hjá nokkrum að nýr meirihluti er tekinn við í Kópavogi. Stóryrði og bókanir svífa yfir vötnum bæjarstjórnarsals og fundargerða. Sitt sýnist hverjum um uppbyggilegt gildi þess. Nýr meirihluti ákvað að endurvekja fundartíma bæjarfulltrúa. Þessum fundum er ætlað að færa kjörna fulltrúa nær íbúum bæjarins. Þessi ákvörðun virðist fá hárin til að rísa hjá bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar Hafsteini Karlssyni. Í 20 mánaða stjórnartíð sinni ákvað fyrri meirihluti að fella þessa tíma niður. Það átti að duga ríflega 30.000 manna bæjarfélagi að panta sér tíma hjá bæjarstjóra og formanni bæjarráðs til að koma málefnum sínum á framfæri. Fréttir bárust reyndar reglulega af því að biðlistinn eftir viðtali hafi verið óvenju langur. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir þetta endurvakta form vera gamaldags og úr sér gengið. Hann vísar til þess að fólk hafi nú tileinkað sér nýja tækni til þess að hafa samband við bæjarfulltrúa sína. Hvort að bæjarfulltrúinn sé að vísa til síma eða Fésbókar er ógetið í bókun þeirri sem hann lét frá sér á bæjarráðsfundi þann 23-02-2012 þar sem hann fyrirfram ákveður að enginn mæti í þessa tíma. Það er dapurleg afstaða. Þó svo að enginn hafi mætt samkvæmt þessari bókun til hans undanfarin ár segir það svo sem ekkert um hvort að bæjarbúar vilji mæta til annarra bæjarfulltrúa í framtíðinni. Þessi þrældómur sem hann vísar til og er algerlega óþarfur eru tveir klukkutímar á ári. Þeir eru sérstaklega hugsaðir fyrir þá sem illa kunna að tileinka sér þá tækni sem hann vill frekar notast við. Svo er það nú oft þannig, að persónuleg samskipti yfir kaffibolla er einmitt það sem fólk hefur verið að kalla eftir undanfarin ár við sína kjörnu fulltrúa. Í hverju lá vandinn þegar hrópað var ?gjá á milli þings og þjóðar?? Kjörnir fulltrúar eiga að fagna þessu tækifæri til að geta hitt bæjarbúa og fræðst og miðlað miklu frekar en að mótmæla tilgangsleysi slíkra samskipta. Sum mál, jafnvel viðkvæm, henta einnig illa til rafrænna samskipta þar sem að augnsamband og einlægni er nauðsynlegur þáttur samtalsins. Það má vel vera að þetta verði ekki fjölsóttustu fundir bæjarins til að byrja með, kannski má endurskoða form þeirra eða staðsetningu til þess að færa þá nær bæjarbúum til þess að auka gildi þeirra. Hvað með til dæmis að setja þá inn í skólabyggingarnar og færa þá inn í hverfin? Þótt eitthvað hafi virkað illa fyrir einn þarf ekki endilega að henda hugmyndinni og segja hana handónýta og úr sér gengna. Stundum þarf bara smá hugmyndavinnu til að gera gamlan hlut stórkostlegan.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar