Innlent

Hells Angels hættir við málshöfðun

Hells Angels á Íslandi og Einar Boom Marteinsson, forseti samtakanna, hafa dregið til baka meiðyrðamál sem höfðað var á hendur Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra og íslenska ríkinu þann 10. janúar síðastliðinn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Samtökin fóru fram á að ummæli Haraldar og Ögmundar um að samtökin væru glæpasamtök og þannig tengd við skipulagða glæpastarfsemi yrðu dæmd dauð og ómerk. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra segir að embættinu sé ekki kunnugt um ástæður þess að Hells Angels hafi dregið málshöfðunina til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×