Trúir ekki að ríkisstjórnin ætli að svíkja loforðin BBI skrifar 18. október 2012 10:40 Kristján Ásmundsson, skólameistari FS. Mynd/vefur Víkurfrétta Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) trúir ekki að ríkisstjórnin ætli að svíkja loforð sem gefin voru fyrir um tveimur árum um að tryggja rekstur menntastofnana á Suðurnesjum. Í gær spurðist út að 70 milljóna króna fjárveiting væri nauðsynleg til að reka FS á næsta ári. Ef hún fæst ekki neyðist stjórn skólans til að fækka starfsfólki um 12-14 stöðugildi og fækka nemendum um 200. „Þetta getur haft mjög slæmar afleiðingar fyrir menntun á Suðurnesjum," segir Kristján Ásmundsson, skólameistari FS, í viðtali við Víkurfréttir. Hann bendir á að fyrir tveimur árum hafi ríkisstjórnin fundað um rekstur menntastofnana í Reykjanesbæ og lofað að hann yrði tryggður og þróað yrði fjölbreyttara námsframboð á svæðinu. „Ég trúi því hreinlega ekki að ríkisstjórnin ætli nú að svíkja loforðin sem þeir gáfu. Við höfum sýnt mikið aðhald í rekstri á síðustu árum og náð góðum árangri," segir Kristján.Fyrrum fjármálaráðherra krefst lausnar „Krefjast verður þess að menntamálaráðuneytið og stjórnendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja finni lausn á álitamálunum," segir Oddný Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar og annar þingmaður í Suðurkjördæmi, í samtali við Víkurfréttir. Hún segir að ríkisstjórnin verði að gefa skýr skilaboð um að ungmennum á Suðurnesjum verði ekki frekar en öðrum ungmennum á landinu meinuð skólavist á næsta ári, en ef fram fer sem horfir verður nauðsynlegt að fækka nemendum í skólanum úr 1.100 niður í um 900. Þeir munu ekki hafa hægt um vik að leita sér menntunar annars staðar og munu að líkindum lenda utanveltu. „Ekki er mikla vinnu að fá fyrir þennan aldurshóp á svæðinu og ekki eiga þessir aðilar rétt á atvinnuleysisbótum," segir Ísak Ernir Kristinsson, formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, á vef Víkurfrétta. Tengdar fréttir Neyðast til að fækka nemendum um 200 Fjárveiting til Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum (FS) fyrir næsta skólaár þýðir að fækka þarf nemendum skólans um 200, að sögn skólameistara. Eins þurfi að fækka starfsfólki skólans um sem nemur tólf til fjórtán stöðugildum. 17. október 2012 00:01 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) trúir ekki að ríkisstjórnin ætli að svíkja loforð sem gefin voru fyrir um tveimur árum um að tryggja rekstur menntastofnana á Suðurnesjum. Í gær spurðist út að 70 milljóna króna fjárveiting væri nauðsynleg til að reka FS á næsta ári. Ef hún fæst ekki neyðist stjórn skólans til að fækka starfsfólki um 12-14 stöðugildi og fækka nemendum um 200. „Þetta getur haft mjög slæmar afleiðingar fyrir menntun á Suðurnesjum," segir Kristján Ásmundsson, skólameistari FS, í viðtali við Víkurfréttir. Hann bendir á að fyrir tveimur árum hafi ríkisstjórnin fundað um rekstur menntastofnana í Reykjanesbæ og lofað að hann yrði tryggður og þróað yrði fjölbreyttara námsframboð á svæðinu. „Ég trúi því hreinlega ekki að ríkisstjórnin ætli nú að svíkja loforðin sem þeir gáfu. Við höfum sýnt mikið aðhald í rekstri á síðustu árum og náð góðum árangri," segir Kristján.Fyrrum fjármálaráðherra krefst lausnar „Krefjast verður þess að menntamálaráðuneytið og stjórnendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja finni lausn á álitamálunum," segir Oddný Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar og annar þingmaður í Suðurkjördæmi, í samtali við Víkurfréttir. Hún segir að ríkisstjórnin verði að gefa skýr skilaboð um að ungmennum á Suðurnesjum verði ekki frekar en öðrum ungmennum á landinu meinuð skólavist á næsta ári, en ef fram fer sem horfir verður nauðsynlegt að fækka nemendum í skólanum úr 1.100 niður í um 900. Þeir munu ekki hafa hægt um vik að leita sér menntunar annars staðar og munu að líkindum lenda utanveltu. „Ekki er mikla vinnu að fá fyrir þennan aldurshóp á svæðinu og ekki eiga þessir aðilar rétt á atvinnuleysisbótum," segir Ísak Ernir Kristinsson, formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, á vef Víkurfrétta.
Tengdar fréttir Neyðast til að fækka nemendum um 200 Fjárveiting til Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum (FS) fyrir næsta skólaár þýðir að fækka þarf nemendum skólans um 200, að sögn skólameistara. Eins þurfi að fækka starfsfólki skólans um sem nemur tólf til fjórtán stöðugildum. 17. október 2012 00:01 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Neyðast til að fækka nemendum um 200 Fjárveiting til Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum (FS) fyrir næsta skólaár þýðir að fækka þarf nemendum skólans um 200, að sögn skólameistara. Eins þurfi að fækka starfsfólki skólans um sem nemur tólf til fjórtán stöðugildum. 17. október 2012 00:01