Innlent

Loftsteinaregn á austurhimni

Geminítar eru kenndir við Tvíburana þar sem þeir virðast koma úr þeirri átt á austurhimninum.
Geminítar eru kenndir við Tvíburana þar sem þeir virðast koma úr þeirri átt á austurhimninum. NordicPhotos/AFP
Eina tilkomumestu loftsteinadrífu ársins má sjá á austurhimni í kvöld og annað kvöld hér á landi, ef veður leyfir.

Um er að ræða fyrirbæri sem kallast geminítar og er kennt við stjörnumerkið Tvíburana.

Á bloggsíðu Stjörnufræðivefsins segir að loftsteinadrífur megi flestar rekja til ísagna á stærð við sandkorn eða steinvölu, sem hafa losnað af halastjörnum og gufa upp í lofthjúpnum þegar jörðin gengur í gegnum agnaslóðina. Sérstaða geminítanna felst hins vegar í því að þeir eru frá smástirni að nafni 3200 Phaethon. Geminítar eru einna þéttasti efnastraumurinn sem jörðin gengur í gegnum og því eru stjörnuhröpin svo mörg. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×