Innlent

Hafið tekur lengi við

fréttablaðið/valli
Við mat á lágmarkshreinsun skólps í þéttbýli er einkum horft til þriggja þátta; hversu mikið skólp er losað, hvort skólpið er leitt í ferskvatn eða strandsjó og hvort svæðið sem tekur við skólpinu, svokallaður viðtaki, er skilgreint venjulegt, viðkvæmt eða síður viðkvæmt. Viðtaki telst viðkvæmur ef hann gæti orðið fyrir neikvæðum áhrifum vegna mengunar sé ekki gripið til verndaraðgerða. Hann telst hins vegar síður viðkvæmur þar sem endurnýjun vatns er mikil og losun tiltekinnar mengunar er ekki talin hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Þar er t.d. átt við ármynni og strandsjó þar sem straumar eru sterkir.

Fram kemur í skýrslu fráveitunefndar umhverfisráðuneytisins frá árinu 2003 að við undirbúning innleiðingar á tilskipun Evrópusambandsins um skólp- og fráveitumál hafi verið ákveðið að líta svo á að Ísland væri sem heild skilgreint sem síður viðkvæmt hafsvæði, en einstakir staðir, eins og vötn og ár, sem taka við skólpi geta engu að síður verið skilgreindir sem viðkvæmir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×