Innlent

Harður árekstur í Hafnarfirði

Tveir bílar lentu saman á gatnamótunum við Dalshraun í Hafnarfirði fyrir stuttu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var áreksturinn harður. Tveir sjúkrabílar voru sendir á staðinn og hefur nú að minnsta kosti einn verið fluttur á slysadeild Landspítalans. Meiðsli á fólki voru minniháttar. Ekki þurfti að kalla til dælubíl á staðinn. Það má því segja að betur hafi farið en á horfðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×