Innlent

Formannsframbjóðendur vilja allsherjaratkvæðagreiðslu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðbjartur Hannesson og Árni Páll Árnason, sem báðir bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni, hafa sammælst um það að krefjast þess að formannskosningin fari fram með allsherjaratkvæðagreiðslu. Það þýðir að allir flokksmenn fái að kjósa, á Netinu, með póstkosningu, eða með öðrum hætti.

Þeir sammæltust einnig um það að safna undirskriftum saman þannig að krafa um póstkosningu yrði samþykkt. Alls þarf 150 undirskriftir til að fá kröfuna samþykkta. Fulltrúi Guðbjarts Hannessonar skilaði formlegu framboði hans í dag. Árni Páll mun skila framboði von bráðar, en lokafrestur er á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×