"Ég er með sjúkdóm sem heitir geðhvarfasýki" - Högni í opinskáu viðtali 13. desember 2012 22:40 Högni Egilsson Mynd/Stefán Karlsson „Ég er með sjúkdóm sem heitir geðhvarfasýki," segir Högni Egilsson, tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín. „Þetta er sjúkdómur sem ég greindist með í byrjun sumars og hef verið að kljást við í gegnum sumarið."Högni greinir frá sjúkdómi sínum, erfiðum bata og tónlistarsköpun sinni, í opinskáu viðtali í Fréttatímanum. Hann lýsir veikindum sínum á þessa leið: „Ég fer í maníur, örlyndi og það tekur mig á flug á staði þar sem ég er ekki í sambandi við umhverfið. Heldur er sem ég sé dreginn inn í heim hugsana og fótunum kippt undan mér. Ég svíf svo um í draumaheimi. Þegar ég er á þessum stað finnst mér eins og allir séu geðveikir nema ég því enginn skilur." Hann segir viðbrögð fólks við veikindunum hafa komið sér á óvart. „Það er svo magnað hvernig það er auðveldara að afskrifa hegðun mína á eitthvað utanaðkomandi, eins og eiturlyf eða áfengi," segir Högni. Mikið hefur verið rætt um hegðun hans á síðustu misserum en líf hans tók stakkaskiptum þegar sjúkdómseinkennin fóru að gera vart við sig síðasta sumar. Um tíma var hann vistaður á geðdeild. Nú reynir hann að nýta þessa reynslu og beina henni í gegnum tónlistarsköpun sína. Nýjasta plata Hjaltalín, Enter 4, ber vitni um það en hljómplatan er liður í bataferli Högna. Þannig er Enter 4 hluti af uppgjöri hans og hljómsveitarinnar við sig. Þá segist Högni hafa skapað fallegustu tónlist ferils síns í veikindunum. „Það er eins og ákveðin feimni einkenni allt sem viðkemur andlegri líðan," segir Högni. „Einmitt þess vegna hef ég ákveðið að stíga út úr skápnum með þetta. Mig langar einfaldlega að opna augu fólks fyrir geðsjúkdómum og hve algengir þeir eru. Svo gjörið svo vel, ég heiti Högni Egilsson og ég er með geðhvarfasýki. Ég er andlega veikur." „Það er einlæg von um mín að samfélagið opni sig meira fyrir þeim sem eru frábrugðnir," segir Högni að lokum. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
„Ég er með sjúkdóm sem heitir geðhvarfasýki," segir Högni Egilsson, tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín. „Þetta er sjúkdómur sem ég greindist með í byrjun sumars og hef verið að kljást við í gegnum sumarið."Högni greinir frá sjúkdómi sínum, erfiðum bata og tónlistarsköpun sinni, í opinskáu viðtali í Fréttatímanum. Hann lýsir veikindum sínum á þessa leið: „Ég fer í maníur, örlyndi og það tekur mig á flug á staði þar sem ég er ekki í sambandi við umhverfið. Heldur er sem ég sé dreginn inn í heim hugsana og fótunum kippt undan mér. Ég svíf svo um í draumaheimi. Þegar ég er á þessum stað finnst mér eins og allir séu geðveikir nema ég því enginn skilur." Hann segir viðbrögð fólks við veikindunum hafa komið sér á óvart. „Það er svo magnað hvernig það er auðveldara að afskrifa hegðun mína á eitthvað utanaðkomandi, eins og eiturlyf eða áfengi," segir Högni. Mikið hefur verið rætt um hegðun hans á síðustu misserum en líf hans tók stakkaskiptum þegar sjúkdómseinkennin fóru að gera vart við sig síðasta sumar. Um tíma var hann vistaður á geðdeild. Nú reynir hann að nýta þessa reynslu og beina henni í gegnum tónlistarsköpun sína. Nýjasta plata Hjaltalín, Enter 4, ber vitni um það en hljómplatan er liður í bataferli Högna. Þannig er Enter 4 hluti af uppgjöri hans og hljómsveitarinnar við sig. Þá segist Högni hafa skapað fallegustu tónlist ferils síns í veikindunum. „Það er eins og ákveðin feimni einkenni allt sem viðkemur andlegri líðan," segir Högni. „Einmitt þess vegna hef ég ákveðið að stíga út úr skápnum með þetta. Mig langar einfaldlega að opna augu fólks fyrir geðsjúkdómum og hve algengir þeir eru. Svo gjörið svo vel, ég heiti Högni Egilsson og ég er með geðhvarfasýki. Ég er andlega veikur." „Það er einlæg von um mín að samfélagið opni sig meira fyrir þeim sem eru frábrugðnir," segir Högni að lokum.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira