"Ég er með sjúkdóm sem heitir geðhvarfasýki" - Högni í opinskáu viðtali 13. desember 2012 22:40 Högni Egilsson Mynd/Stefán Karlsson „Ég er með sjúkdóm sem heitir geðhvarfasýki," segir Högni Egilsson, tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín. „Þetta er sjúkdómur sem ég greindist með í byrjun sumars og hef verið að kljást við í gegnum sumarið."Högni greinir frá sjúkdómi sínum, erfiðum bata og tónlistarsköpun sinni, í opinskáu viðtali í Fréttatímanum. Hann lýsir veikindum sínum á þessa leið: „Ég fer í maníur, örlyndi og það tekur mig á flug á staði þar sem ég er ekki í sambandi við umhverfið. Heldur er sem ég sé dreginn inn í heim hugsana og fótunum kippt undan mér. Ég svíf svo um í draumaheimi. Þegar ég er á þessum stað finnst mér eins og allir séu geðveikir nema ég því enginn skilur." Hann segir viðbrögð fólks við veikindunum hafa komið sér á óvart. „Það er svo magnað hvernig það er auðveldara að afskrifa hegðun mína á eitthvað utanaðkomandi, eins og eiturlyf eða áfengi," segir Högni. Mikið hefur verið rætt um hegðun hans á síðustu misserum en líf hans tók stakkaskiptum þegar sjúkdómseinkennin fóru að gera vart við sig síðasta sumar. Um tíma var hann vistaður á geðdeild. Nú reynir hann að nýta þessa reynslu og beina henni í gegnum tónlistarsköpun sína. Nýjasta plata Hjaltalín, Enter 4, ber vitni um það en hljómplatan er liður í bataferli Högna. Þannig er Enter 4 hluti af uppgjöri hans og hljómsveitarinnar við sig. Þá segist Högni hafa skapað fallegustu tónlist ferils síns í veikindunum. „Það er eins og ákveðin feimni einkenni allt sem viðkemur andlegri líðan," segir Högni. „Einmitt þess vegna hef ég ákveðið að stíga út úr skápnum með þetta. Mig langar einfaldlega að opna augu fólks fyrir geðsjúkdómum og hve algengir þeir eru. Svo gjörið svo vel, ég heiti Högni Egilsson og ég er með geðhvarfasýki. Ég er andlega veikur." „Það er einlæg von um mín að samfélagið opni sig meira fyrir þeim sem eru frábrugðnir," segir Högni að lokum. Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Ég er með sjúkdóm sem heitir geðhvarfasýki," segir Högni Egilsson, tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín. „Þetta er sjúkdómur sem ég greindist með í byrjun sumars og hef verið að kljást við í gegnum sumarið."Högni greinir frá sjúkdómi sínum, erfiðum bata og tónlistarsköpun sinni, í opinskáu viðtali í Fréttatímanum. Hann lýsir veikindum sínum á þessa leið: „Ég fer í maníur, örlyndi og það tekur mig á flug á staði þar sem ég er ekki í sambandi við umhverfið. Heldur er sem ég sé dreginn inn í heim hugsana og fótunum kippt undan mér. Ég svíf svo um í draumaheimi. Þegar ég er á þessum stað finnst mér eins og allir séu geðveikir nema ég því enginn skilur." Hann segir viðbrögð fólks við veikindunum hafa komið sér á óvart. „Það er svo magnað hvernig það er auðveldara að afskrifa hegðun mína á eitthvað utanaðkomandi, eins og eiturlyf eða áfengi," segir Högni. Mikið hefur verið rætt um hegðun hans á síðustu misserum en líf hans tók stakkaskiptum þegar sjúkdómseinkennin fóru að gera vart við sig síðasta sumar. Um tíma var hann vistaður á geðdeild. Nú reynir hann að nýta þessa reynslu og beina henni í gegnum tónlistarsköpun sína. Nýjasta plata Hjaltalín, Enter 4, ber vitni um það en hljómplatan er liður í bataferli Högna. Þannig er Enter 4 hluti af uppgjöri hans og hljómsveitarinnar við sig. Þá segist Högni hafa skapað fallegustu tónlist ferils síns í veikindunum. „Það er eins og ákveðin feimni einkenni allt sem viðkemur andlegri líðan," segir Högni. „Einmitt þess vegna hef ég ákveðið að stíga út úr skápnum með þetta. Mig langar einfaldlega að opna augu fólks fyrir geðsjúkdómum og hve algengir þeir eru. Svo gjörið svo vel, ég heiti Högni Egilsson og ég er með geðhvarfasýki. Ég er andlega veikur." „Það er einlæg von um mín að samfélagið opni sig meira fyrir þeim sem eru frábrugðnir," segir Högni að lokum.
Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira